Húsfreyjan - 01.04.1961, Qupperneq 16

Húsfreyjan - 01.04.1961, Qupperneq 16
4. æfing (sitjandi eða standandi). Látið vinstri handlegg hanga slakan niður með hliðinni, svo að hann dragi líkamann ögn út á hlið. Hristið höndina og handlegginn til þess að ganga úr skugga um að hann sé alveg máttlaus. Endur- takið með hægri handlegg. 5. æfing (standandi). Standið gleitt með fæt- urna, látið handleggina falla slaka niður með hliðunum, horfið beint fram. Beygið efri hluta bolsins og höfuðið eins langt til vinstri og þér getið, rísið hægt upp og beygið til hægri, teygja vel úr baki á milli hliðbeygjanna. 6. æfing (standandi). Standið gleitt með hendur á öxlum, gerið bolvindur til skiptis til hægri og vinstri, hafið hálsinn beinan og axlir slakar. 7. æfing (standandi). Standið gleitt, lútið áfram og rísið hægt upp til skiptis, látið armana vera slaka og fylgja bolnum. 8. æfing (standandi). Standið með fæturna þétt saman, lyftið vinstri hæl, látið hann síga aftur, lyftið hægri hæl o.s.frv. til skiptis. 9. æfing (standandi). Standið með fæturna sam- an, teygið vinstri fót til hliðar og sveiflið honum hægt fram og aftur. Endurtakið með hægra fæti. i 10. æfing (standandi). Teygið arma beint fram, krossleggið þá og sveiflið þeim upp yfir höfuð. Látið armana falla af eigin þunga niður með hliðunum. Gætið þess að anda að yður þegar þér lyftið örmunum og frá yður þegar þeir falla. 16

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.