Húsfreyjan - 01.04.1961, Page 18

Húsfreyjan - 01.04.1961, Page 18
Margrét Jónsdóttir: Hún brást mér ekki — Alltaf vill ólánsmanninum eitthvað til, sagði hún Lauga gamla í Lágholti. — Hún var sveitarlimur auminginn, og ég átti heima á sama bæ og hún í nokkur ár, þegar ég var barn. Lauga tók í nefið, og henni þótti kaffi- sopinn góður eins. og fleirum. En þetta góðgæti vildi stundum verða af skornum skammti hjá Laugu. En þá brást það sjald- an, að einhver rétti henni rjólbita, svo að hún gat farið að skera sér í nefið, — og þá lá vel á Laugu. Hún var barngóð og mér var vel við hana. Hún glamraði og gerði að gamni sínu, kunni ýmsar sögur og var með af- brigðum hjátrúarfull, trúði á huldufólk, fyrirburði alls konar, drauga og drauma. Hún sá Móra og Skottur í hverju homi. Var sem henni kæmi fátt á óvart, eða svo var að minnsta kosti að heyra á henni. Lauga var fremur lítil vexti. Hafði víst aldrei haft af miklum manni að má, og nú var hún gömul orðin og gat ekki leng- ur unnið fyrir sér og var því niðursetn- ingur í Lágholti, því engan átti hún að, sem gæti eða vildi sjá henni farborða. Ekki hafði Lauga gifst, en hún hafði ein- hvern tíma eignazt dreng með giftum manni, en misst hann á öðru eða þriðja ári. Hún minntist sjaldan á þetta, en vafalaust hafði það verið henni þung raun eins og gengur. — Guð borgar fyrir hrafninn og nefið á Laugu minni, var viðkvæðið hjá henni stundum, þegar einhverju var vikið að henni — og ég bregst ekki fremur en kirkjan hans séra Eiríks á Vogsósum, þarna suður á ströndinni — er fólk tal- aði um að heita á hana. — Ó, já og ó, jú, ég skal sjá um að hún taki þér, þú færð ekki hryggbrot, greyið mitt, sagði hún við ungan pilt, er kvaðst skyldi heita á hana, ef hann fengi ósk sína uppfyllta. — 0, svei, Lauga, sagði pilturinn. Hver segir, að ég ætli í bónorðsför? En liklega átti Lauga kollgátuna, því að hann roðnaði og var hálf sneyptur á svipinn, þegar Lauga hló og svaraði: — 0, þú leikur nú ekki á hana Laugu gömlu. Hún veit sínu viti, karl minn. Ég man bezt eftir henni við hlóðirnar. Þar sat hún í svælunni og púaði og kyrmti rudda, mosa og hrossataði á vorin, eða aukatöðum eins og við kölluðum það, þeg- ar orðið var eldiviðarlaust á bænum. Hún var rauðeygð og þrútin um hvarm- ana og tárfelldi. En hún hló. — Ég get lesið í glóðimar, sagði hún. — Það kemur maður í dag, austan yfir á. Það er utan- sýslumaður. Og viti menn. Maðurinn kom. Hafði hann verið sendur með áríðandi bréf til húsbóndans í Lágholti. Eða þegar hún var að segja sögurnar af Svartholtsmóra, sem velti stórum grautarpotti, batt kýrnar saman á hölun- um og kyrkti kálfana í fjósbásnum og fýlgdi Svartholtsfólkinu. Lauga hafði einu sinni verið vinnu- kona í Svartholti og hún kunni ótal sög- ur af draugi þessum, þóttist hafa séð hann ljóslifandi mörgum sinnum. Árin liðu. Ég fór burt frá Lágholti og barst til Reykjavíkur og gekk þar í skóla. En ekki gleymdi ég Lágholts-Laugu. Og ég hét stundum á hana þegar mikið lá við. Og það brást sjaldan, að hún yrði Framhald á bls. 29. 18 Húsfreyjan

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.