Húsfreyjan - 01.04.1961, Qupperneq 20
m
Hér fara á eftir nokkrar leiðbeiningar
við að klæða húsgögn fyrir þá, sem vilja
sér að kostnaðarlitlu búa heimilið á hent-
ugan, en þó vistlegan hátt. Allar gerðirn-
ar eru einfaldar og auðvelt að sauma þær,
fljótlegt að taka af, þvo og strjúka og
setja á aftur. Slik laus áklæði má nota
bæði á heimilum og í stærri stofnunum,
skólum eða vistheimilum. Hægt er að
kaupa stóla án áklæðis, og má þá fá ó-
dýrara áklæði með því að sauma sjálfur,
og jafnvel fleiri en eina samstæðu á móti
einni af föstu áklæði. Ef svo vill til, að
ekki fáist efni, sem maður er ánægður
með í fast áklæði, þegar húsgögnin eru
keypt, má þannig fresta þeim kaupum
til betri tíma og nota laust áklæði til
bráðabirgða. Þá munu þessar ráðstafan-
ir einnig þykja mjög hentugar á bam-
mörgum heimilum. Ánægjulegt er að líta
inn í svefnherbergi, þar sem snyrtilegt og
fallegt rúmteppi er breitt vel yfir. Víða
er svefnherbergi einnig notað sem dag-
stofa, og þá eru rúmstæðin einnig notuð
sem sæti. Er þá sjálfsagt að hafa ábreiðu,
sem fellur vel, fer vel og er úr hentugu
efni.
I þessi lausu áklæði og ábreiður er
heppilegt að hafa efni, sem þola vel þvott,
hafa ekta lit, sem hvorki breytist í dags-
ljósi né þvotti, ættu ekki að hlaupa né
krypplast og vera sterk í notkun. Það
þyrfti að mega þvo efnið svo oft, sem
verða vill, án þess að það breytist. Bezt
er að yfirborð efnisins sé slétt og jafnt og
ekki með löngum flotþráðum, sem hætt
er við að trosni og slitni. Nauðsynlegt er
að þvo efnið og hleypa það áður en snið-
ið er úr því, hafi það ekki verið gert áður
(sanforizerað) eða vissa sé fyrir því að
öðru leyti, að efnið hlaupi ekki. Athuga
verður, að efni með stóru mynstri eða
gerð eru ódrýgri í sniði, og verður að
reikna það nákvæmlega út, hvernig sníðst
úr því, áður en efnið er keypt.
Gott er að fylgja eftirfarandi ráðum:
Gáið að því að rétt liggi í öllum hlutum.
Klippið snið úr bréfi og merkið rendur
inn á það, svo að auðveldara sé að sníða
eftir því. Merkið með títuprjónum eða
krítið á efnið, áður en þér klippið, svo
að þér séuð vissar um, að efnið sé nógu
mikið. Athugið að sníða með saumfari,
og ef þér þurfið að auka, þá gáið að því,
að aukarnir falli vel saman. Bezt er að
þræða saman áður en saumað er. Kastið
eða ,,sikksakkið“ sauma á röngu.
Einfalt stóláklæði (sjá 1. og 2. mynd).
Efnið má vera bómullarefni, hörefni,
hörlíki eða gerviullarefni. Sé stóllinn ekki
með neinu föstu áklæði, er betra, að efnið
sé þétt og beri sig vel. Áklæðið, sem sýnt
er á 2. mynd, er með lausum skákanti
utan yfir og fremur ætlað sem hlíf utan
á öðru föstu áklæði, mætti það þá vera
úr þynnra efni. Gleymið ekki að athuga,
hvort efnið hleypur, og hleypið það þá,
áður en sniðið er úr því. Miðað er við,
að stólsetan sé 50 sm á hvern kant. Yfir-
leitt er drýgra að sauma á fleiri setur í
einu.
20
Húsfreyjan