Húsfreyjan - 01.04.1961, Page 22

Húsfreyjan - 01.04.1961, Page 22
ar. Hafið föllin um 2 sm djúp og um 4 sm bil á mflli þeirra. Brjótið síðan inn af ræmunni að ofan, þræðið hana fasta á set- una og saumið síðan (sjá 4. og 6. mynd). Festið tölur og notið teygju með hnappa- götum til að festa áklæðið með (sjá 5. mynd). Stóláklæði má einnig sauma með slétt- um kanti allt í kring og krækja það sam- an aftan á stólfótunum, eins og 7. mynd sýnir. 7. mynd Á 8. mynd sést sams konar áklæði. Það situr vel, einkum ef það er úr þéttu og góðu efni og má þá nota það í staðinn fyrir fast áklæði. Áklæði á hægindastól með tréörmum. Bezt er að efnið sé þétt og beri sig vel, krypplist lítið. Ull er góð og sterk, en nokkuð dýr. Hörefni eru sterk og falleg, en hættir til að taka í sig brot. Bómullar- efni geta verið góð og einnig þétt og væn gerviullarefni (reiontrefjar). Bezt er að velja efni. sem þannig er mynstrað, að sama er, hvað snýr upp og hvað niður á því, eða er ekki með stórum mynstur- samstæðum, svo að auðveldara sé að reikna út efnisþörf og sníða úr því. 9. mynd 22 H ú sf r cy j an

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.