Húsfreyjan - 01.04.1961, Blaðsíða 25

Húsfreyjan - 01.04.1961, Blaðsíða 25
Rabarbaraterta 200 g hveiti 150 g smjörlíki 1 egg 1 msk. sykur 25 g ger 72 kg rabarbari 50 g tvíbökur 50 g hnetukjarnar 5 msk. sykur Smjörlíkið mulið í hveitið, vætt í með egginu og úthrærðu gerinu. Deigið hnoð- að. Tertumót þakið með % hluta deigs- ins. Fín möluðum tvíbökum, smátt söx- uðum hnetum og 1 msk. sykri blandað saman, stráð í mótið, þar ofan á er rab- arbarinn settur, skorinn í bita og bland- aður 4 msk. af sykri. Afgangurinn af deig- inu flattur út, skorinn í ræmur með kleinujárni, lagt fallega yfir kökuna. Látið lyfta sér á volgum stað nál. 1 klst. Smurð með eggi, grófum sykri stráð yfir. Bakað við 200° í nál. 20 mínútur. Rabarbarakaka 200 g hveiti 80 g sykur Fylling: % kg rauður rabar- bari 4—5 msk. sykur Krem: 1 msk. kartöflumjöl 2 msk. sykur 1 dl mjólk 1 egg 1 msk. rjómi 50 g tvibökur 25 g hnetukjarnar 1 dl rjómi 1 egg V2 tsk. vanilla Venjulegt hnoðað deig. Flatt út í kringl- ótta köku, sem sett er í vel smurt tertu- mót, sem síðan er fyllt á sama hátt og i uppskriftinni á undan. Kakan hálfbökuð við mikinn hita, 225° í 10—12 mínútur. Á meðan er kremið búið til: Mjólk og rjómi hitað. Eggið þeytt með sykrinum, kartöflumjölinu hrært saman við. Helm- ingnum af sjóðandi vökvanum hellt sam- an við. Hellt í pottinn aftur, hitað að suðu Vanillan sett út i. Hellt yfir kökuna og kakan fullbökuð. Borðuð volg með þeyttum rjóma. Rabarbarapie 3 dl hveiti Vz tsk. lyftiduft 100 g smjörlíki 2 msk. kalt vatn % kg rabarbari IV2 dl sykur IV2 msk. kartöflumjöl (1 dl rúsinur). - Hveiti og lyftiduft sáldrað saman, smjörlikið saxað saman við með hníf, vætt í með vatninu. Deigið hnoðað saman með léttum og fáum handtökum. Rabarbarinn skorinn í bita, kartöflu- mjöli og sykri blandað saman. Hrært sam- an við rabarbarann og rúsinur ef vill. Lát- ið í eldfast mót. Athugið að rabarbarinn fellur saman, svo að það má vera nokkuð mikið í mótinu. Deigið flatt út í kringlótta köku, betra að hún sé dálítið stærri en mótið, því að það hrekkur saman við baksturinn. Búið til lengju úr hluta af deiginu og leggið á mótbrúnina, berið örlítið vatn á lengj- una og leggið síðan lokið á, þrýst saman eins og myndin sýnir. Lokið pikkað svo Framhald á bls. 27. Húsfrcyjan 25

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.