Húsfreyjan - 01.04.1961, Side 26

Húsfreyjan - 01.04.1961, Side 26
HEIMILISÞÁTTUR (framhald) 10. mynd Áklæðið er saumað í tvennu lagi, á setuna og bakið, hvort fyrir sig. Bezt er að losa setuna úr stólnum, sé það hægt, áður en málið er tekið (sjá 11. mynd). Takið mál A af hæð baksins að framan, þar sem hún er mest. Takið sams konar mál að aftan. Bætið 6 sm við þessi mál, hvort um sig, fyrir saumum. Takið mál B, þar sem bakið er breiðast, bæði að fram- an og aftan. Bætið 4 sm við hvort um sig fyrir saumum. Mælið lengd setunnar (C) og bætið þar við 5 sm að framan, til að brjóta inn undir, en 3 sm að aftan fyrir saum. Bætið 3 sm við breiddina á set- unni (D). Efnisþörfina verður að reikna þannig: Af einbreiðu efni: Lengra A-málið þre- falt + tvisvar sinnum C. Af tvíbreiðu efni: Tvöfalt A-málið + C. Bætið saumum við. Athugið að efnið sé hleypt eða hleypið það áður en sniðið er úr því. Gerið ráð fyrir því, þegar efnið er keypt, að það kunni að hlaupa. Bómullarefni hlaupa venjulega 5—10% (meira á lengd en breidd), óbleikt bómull 10—15%. Efnisþörf á venjulega stærð á stól: Breidd: 60— 90 sm ......... um 4,85 m Breidd: 100—150 sm um 2,90 m Leiðbeiningar: Klippið stykkin á bakið fyrst sem tvo ferninga (annan að framan og hinn að aftan. Það er ekki gott að koma pappirssniðum við, þar sem nauð- synlegt er að strengja talsvert á efninu). Bezt er að næla efnið fast á stólinn, en klippa það síðan. Nælið fyrst framstykk- ið mitt á miðju baksins og snúið röngunni út. Strengið það síðan út til hliðanna og að ofan og neðan og nælið fast. Farið síð- an eins að með afturstykkið, strengið það fram með hliðunum og brúninni að ofan og nælið það fast við framstykkið. Klippið síðan eða sníðið eftir stólnum og hafið 1,5 sm í saumfar. Takið úr títuprjónana að neðan og á annarri hliðinni, takið klæðið af, þræðið það síðan saman með sterkum þræði, snúið því við og reynið það á stólbakinu rétthverft. Saumið í vél. Faldið áklæðið að neðan með 3 sm saum. Ef hægt er að koma því við, er ágætt að krækja áklæðið saman undir bakinu. Fest- ið þá í faldinn króka og lykkjur, sitt á hvort stykki. Annars verður að festa á- klæðið á annan hátt, t.d. með smátittum að aftan og sauma við fóðrið að framan. Gætið að því að áklæðið sitji svo strengt sem mögulegt er. Faldið brúnina sem leggst að örmunum. Hentugt er að sauma rennilás i aðra hliðina. Takið sauma úr 26 Húsfreyjan

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.