Húsfreyjan - 01.04.1961, Síða 27
á röngu, þar sem bakið þynnist og gengur
inn undir setuna.
Setan: Leggið efnið á setuna og nælið
það fyrst í miðju, strengið það vel og
nælið síðan á brúnunum. Saumið úr fyrir
hornunum, svo að þau fari vel. Látið
áklæðið ná 5 sm inn undir brúnina að
framan. Sníðið með 1,5 sm saumfari.
Dragið áklæðið fram af setunni, þræðið
það sterklega og reynið það rétthverft á.
Saumið saman og faldið að neðan.
Heppilegt er að hafa tvöfalda sauma,
sé öruggt að efnið hlaupi ekki. Þá þarf
ekki að kasta sauma, engin hætta á að
rakni úr þeim og áklæðið situr betur.
Rúmábreiða.
Heppilegt er að velja létt og mjúkt
bómullar- eða gerviullarefni. Mislit efni
virðast oft ekki eins viðkvæm og einlit
efni. Rúmstæði eða legubekkur með svona
ábreiðu er hentugt sæti, sem nota má
mikið. Venjuleg stærð á rúmstæði er 195
x 90 sm, hæð 55 sm.
Af 90 sm breiðu efni þarf um 6.5 m,
en af 140 sm breiðu þarf um 4.75 m í á-
breiðu með rykktum kanti báðum megin.
Sjálf ábreiðan er látin ná 25 sm niður
með dýnunni til beggja enda. Sé rúm-
stæðið látið standa upp við vegg, og ekki
talin þörf að hafa rykktan kant nema á
annarri hliðinni, er reiknað með, að á-
breiðan nái 25—30 sm niður með dýn-
unni þeim megin. Hafið 2 sm innanbrot á
ábreiðunni á öllum hliðum. Ef auka þarf
efnið saman, þá reynið að gera það svo,
að sem minnst beri á því. Rykkti kantur-
inn er sniðinn tvöfalt lengri en rúmstæðið
er og 45 sm á breidd. Ekki er þó fallegt
að hafa hann of breiðan. Hafið faldinn
1.5 sm breiðan að neðan og brjótið svo
mikið inn að ofan, að hægt sé að láta um
1.5 sm standa upp af, þar sem rykking-
in kemur og saumurinn. Rykkti kant-
urinn á að vera jafn langur og rúmstæð-
ið er, þegar búið er að rykkja hann. At-
hugið, að rykkingarnar séu jafnar beggja
vegna við miðju. Snyrtilegt er að útbúa
12. mynd
koddaver eins og sýnt er á myndinni úr
sama efni, og setja koddann í það á dag-
inn. Hentugt er að loka því með rennilás,
svo að auðvelt sé að smeygja koddanum
úr og í.
MANNELDISÞÁTTUR (framhald)
að gufa komizt út. Einnig er hægt að láta
deigið ofan á eins og grindverk. Smurt
með mjólk eða eggi, bakað við 225° í
nál. 25 mínútur. Borið fram volgt með
þeyttum rjóma eða vanillusósu.
Rabarbaradrykkur
1 kg rabarbari
IV2 1 vatn
4 negulnaglar
Rabarbarinn hreinsaður og skorinn í
bita. Soðinn ásamt negulnöglunum í nál.
10 mínútur.
Saftin síuð og sykrinum hrært saman
við. Þegar saftin er köld er hún brögðuð
til með sítrónusafa. Svalandi drykkur á
heitum sumardegi.
I 2. tölubl. 10. árgangs eru uppskrift-
ir að aldinmauki, saft o.fl. úr rabarbara,
svo að mér þykir óþarfi að endurtaka það
nú.
2 dl sykur
V2 sítróna
H ú s f r ey j an
27