Húsfreyjan - 01.04.1961, Page 31

Húsfreyjan - 01.04.1961, Page 31
Húsmœðraskóli Suðurlands, Laugarvatni Húsmæðraskóli Suðurlands að Laugar- vatni var formlega stofnaður í janúar 1943. Áður hafði Héraðsskólinn að Laug- arvatni um langt árabil starfrækt mat- reiðslunámskeið fyrir forgöngu skóla- stjórans, Bjarna Bjarnasonar. Skólinn hóf starfsemi sína í litlu íbúð- arhúsi í gróðrarstöð Laugarvatns. Fyrstu árin voru nemendur aðeins 12, en 1944 var húsið aukið og endurbætt. Eftir það var hægt að taka í skólann 20 nemend- ur. Vegna vaxandi eftirspurnar eftir skólavist var aftur byggt við skólahúsið 1948 og því komið í það horf, sem það er nú í og nemendur 30. Fyrstu 10 árin var skólinn fjárhagslega rekinn af Héraðsskólanum að Laugar- vatni og á hans ábyrgð, en þegar skiptin urðu milli skólanna að Laugarvatni, 1953, varð hann sjálfstæð stofnun. Kennslufyrirkomulag í skólanum hef- ur verið svipað og í öðrum húsmæðra- skólum að öðru leyti en því, að vefnað- ur er ekki kenndur þar, en sund og íþrótt- ir eru skyldunámsgreinar. Starfstími skólans var yfirleitt 9 mán- uðir til ársins 1954, en þá var skólatím- inn styttur niður í 7^2 mánuð. Sumarnámskeið í hússtjórn hafa verið haldin annað hvert ár á vegum skólans, en hitt árið hefur Húsmæðrakennaraskóli Islands haft sumarstarfsemi sína í húsa- kynnum skólans. Bjarni Bjarnason var skólastjóri skól- ans frá stofnun hans til ársins 1944 og mun hann vera eini karlmaðurinn hér á landi, sem hefur gegn skólastjórastarfi við húsmæðraskóla. Yfirkennarar þau ár, voru Kristín Sigfúsdóttir, 1943, og Sigur- laug Björnsdóttir, 1943—’44, en þá tók II ú s I r e y j a n 31

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.