Húsfreyjan - 01.04.1961, Side 33
Kvenfélag
Kópav ogs
10 ára
RæSa, flutt í 10 ára
afmœlishófi félagsins
Áslaug Maack, fyrsti formaður félagsins
Heiðruðu félagskonur og gestir.
Mér hefur verið falið að minnast í
stuttu máli þess helzta, sem starfað hef-
ur verið í Kvenfélagi Kópavogs, þessi 10
ár, sem liðin eru.
Kvenfélag Kópavogs var stofnað 29.
okt. 1950. Stofnfundurinn var haldinn
í Barnaskóla Kópavogs og sátu hann um
60 konur.
Aður hafði verið haldinn undirbún-
ingsfundur og þá verið kosin 5 kvenna
nefnd, til að annast undirbúning stofn-
fundar. Leyfi ég mér að taka hér litinn
kafla úr fundargerð stofnfundar. Hann
sýnir bezt, hvernig starfið hófst. Þar seg-
ir orðrétt:
„Fundinn sátu rúmlega 60 konur úr
hreppnum. Frú Málfríður Björnsdóttir
setti fundinn og bauð konur velkomnar.
Því næst skipaði hún frú Áslaugu Maack
fundarstjóra og tók nú frú Áslaug við
fundarstjórn. Þessu næst las frk. Áslaug
Eggertsd. fundargerð undirbúningsfund-
ar, sem haldinn var hinn 30. sept. og
gerði grein fyrir störfum undirbúnings-
nefndar, er kosin hafði verið á þeim
fundi, en þá nefnd skipuðu Málfríður
Björnsdóttir, Áslaug Maack, Áslaug
Eggertsdóttir, Sigríður Tómasdóttir og
Hulda Jakobsdótir.
Störf þessarar nefndar voru fólgin í
því, að semja frumvarp til laga fyrir
væntanlegt kvenfélag og láta prenta og
Húsfreyjan
senda fundarboð til allra kvenna búsettra
í hreppnum“.
Þetta skrifar frú Hulda Jakobsdóttir
í hinni fyrstu fundargerð.
Á fyrrnefndum fundum kom fram mik-
ill áhugi fyrir félagsstofnun. Kom það
líka fljótt í ljós, að þar komu konur, sem
áður höfðu starfað að kvenfélagsmálum
og staðið þar framarlega. Má þar einkum
nefna þær frú Áslaugu Maack og frú Mál-
fríði Björnsd.
Á stofnfundinum voru þessar konur
kosnar í stjórn: Form. var kosin frú Ás-
laug Maack, ritari frú Hulda Jakobsdótt-
ir, gjaldkeri frú Sigríður Tómasdóttir,
meðstjórnendur frú Málfríður Björnsdótt-
ir og frk. Áslaug Eggertsdóttir.
Vakti það mikla ánægju á fundinum,
að frú Áslaug Maack skyldi taka að sér
stjórn hins nýstofnaða félags.
En því miður naut félagið hennar ekki
lengi, því að hún lézt 8. des. 1951.
Eftir það tók frú Hulda Jakobsdóttir
við formennsku félagsins og gegndi því
starfi í tvö ár.
29. jan. 1952 var fundur haldinn í fél.
og var þá stofnaður sjóður til minningar
um hinn látna formann. Skyldi sjóður-
inn heita „Líknasjóður Áslaugar Maack“.
Árlega skal úr honum veitt, til bágstaddra
heimila eða einstaklinga í Kópavogskaup-
stað.. Fyrstu stjórn sjóðsins skipuðu þess-
ar konur: Frú Guðrún Einarsdóttir, frú
33