Húsfreyjan - 01.04.1961, Page 34

Húsfreyjan - 01.04.1961, Page 34
Ingibjörg Helgadóttir, frú Ingibjörg Kristjánsdóttir, frú Ragnheiður Ólafs- dóttir og frú Sigríður Gísladóttir. Nokkrar góðar gjafir hlaut sjóðurinn strax. Á liðnum árum hafa honum bor- izt nær 20.000 kr. í gjöfum og áheitum. Fljótlega lét stjórn sjóðsins gera minn- ingarspjöld, sem seld hafa verið til á- góða fyrir sjóðinn. Nú hafa einnig verið gerð merki, sem seld verða á afmælis- degi frú Áslaugar. Þær konur, sem sæti hafa átt í stjórn Líknarsjóðsins, hafa ver- ið mjög duglegar að afla honum fjár. Sézt það bezt á því, að á þesum tæpum 8 árum, hefur verið úthlutað úr sjóðnum nær 94.000 kr. I núverandi stjórn Líknarsjóðsins eru þessar konur: Frú Sigríður Stefánsdóttir, formaður, frú Guðríður Árnadóttir gjald- keri, frú Helga Jónsdóttir, frú Helga Þor- steinsdóttir og frú Sigríður Einarsdóttir. Félagið sjálft hefur einkum aflað sér tekna með því að halda bazar árlega, einnig með hlutaveltum og fl. Árið 1957 lagði félagið fram 20.000 kr. til happ- drættis fyrir félagsheimilið og árið eftir kr. 10.000,00. Þá styrkti kvenfél. Leik og föndurskól- ann, fyrst með láni og síðan með 3.000 kr. framlagi. Á síðastliðnu ári lánaði kvenfél. Leikfélagi Kópavogs kr. 4.000.00. Ekki er verið að segja þetta hér til þess að miklast af því, heldur til að sýna að félagið hefur heldur verið veitandi en þiggjandi. Ná á kvenfélagið í sjóði kr. 43.463,00. Ekki er það mikill sjóður nú á tímum, en þó betri en ekkert. Árlega hefur kvenfélagið haldið jóla- trésskemmtun fyrir börn í kaupstaðnum. Hafa skemmtanir þessar verið vinsælar og mjög vel sóttar. Skemmtanir þessar hafa alltaf verið haldnar í Kópavogsskól- anum. Þar hélt félagið líka fundi sína og aðrar samkomur þar til Félagsheimilið tók til starfa. Skal þess getið með þakklæti til ráða- manna skólans og bæjarins, að félagið hefur aldrei þurft að borga fyrir veru sína í skólanum og hefur það verið okk- ur ómetanleg hjálp. Mörg námskeið hafa starfað á vegum félagsins, bæði saumanámskeið og fönd- urnámskeið. Hefur félagið verið svo hepp- ið að hafa ævinlega haft mjög duglegum og færum konum-á að skipa til að kenna og sjá um námskeiðin, enda hafa þau verið mjög vinsæl. Þessi námskeið hafa ævinlega starfað í skólunum og þá oft- ast í Kópavogsskóla, og eins og ég gát um áður, er það endurgjaldslaust. Sem þakklæti fyrir þessa hjálp og góð- vilja, gaf félagið, í fyrravetur, tvær vand- aðar stundaklukkur, sína í hvorn skóla. Árið 1955 gaf kvenfél. fermingarkyrtla ‘til notkunar fyrir Kópavogssókn. Er nú í ráði að efla starfsemi innan félagsins til ágóða fyrir kirkjuna, sem nú er í smíð- um. Kvenfélag Kópavogs telur nú 180 fé- laga og einn heiðursfélaga. Hefur félags- konum fjölgað mjög siðustu tvö árin. Ég hefi hér að framan getið tveggja fyrstu form. félagsins, þeirra Áslaugar Maack og Huldu Jakobsdóttur. Árið 1954 var frú Sonja Helgason kosin form. og til vara frú Helga Þorsteinsdóttir, en því get ég þess hér, að hún starfaði mjög mikið í fjarveru frú Sonju. Árið 1956 var frú Ágústa Björnsson kosin form. félags- ins og gegndi því starfi þar til á síðasta aðalfundi og það með hinni mestu prýði. Þessar konur eru nú í stjórn félagsins: Frú Þuríður Einarsdóttir form., frú Ása Gissurardóttir gjaldkeri, Áslaug Egg- ertsdóttir ritari, meðstjórnendur þær frú Ingibjörg Kristjánsdóttir og frú Vil- borg Bremnes. Varaformaður er frú Á- gústa Björnsdóttir. Að endingu vil ég svo leyfa mér að þakka öllum þeim konum, sem starfað hafa í félaginu á þeim árum, sem liðin eru. Einkum vil ég þakka þeim konum, sem skipað hafa formannssætið, því að á þeim mæðir ætíð mest, sem fremstir standa. Færi ég svo kvenfélaginu mína innileg- ustu árnaðaróskir. Vona að það eigi eftir 34 Húsfreyjan

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.