Húsfreyjan - 01.04.1961, Blaðsíða 35

Húsfreyjan - 01.04.1961, Blaðsíða 35
Danska húsmæðra- sambandið og Húsmæðrasamband Norðurlanda 1961 18. febrúar kom Norðurlandaráðið saman til fundar í Kristjánsborg í Kaup- mannahöfn. Öll félög innan norrænna samtaka fylgdust með miklum áhuga með umræðum Norðurlandaráðs um hin mörgu og merku samnorrænu verkefni. Mörg þau mál, sem stjórnmálamennirnir fjalla um á þingi þessu snerta beinlínis á margvíslegan hátt norræn heimili og þaðan munu koma framtíðarverkefni fyr- ir öll húsmæðrafélög Norðurlanda. Hugsjón sú, sem stendur að baki öllu starfi Húsmæðrasambands Norðurlanda, hefur oftsinnis á síðari árum staðið okk- ur ljósar en venjulega fyrir hugskosts- sjónum, er við höfum tekið þátt í ýmis konar hátíðahöldum, þar sem framlag fyrri tíma til samstarfsins hafa verið rædd. Ut frá þeim forsendum hafa svo verkefni framtíðarinnar fyrir félögin ver- ið ákveðin, byggð á mikilsverðum erfða- venjum fortíðarinnar, sem sérhvert Norð- urlandanna getur státað af. En framþróun í lífi þjóðanna tekur sí- felldum breytingum og því verðum við jafnan að beina hæfileikum og kröftum inn á nýjar brautir. En hið sígilda í öllu þessu starfi okkar kvennanna held ég að felist einmitt í þessum snilldarorðum Kaj Munk: „Finnum hið stóra í því smáa“. Einmitt á þann hátt finnst leiðin út úr öllum örðugleikum, sem við koma heimil- um okkar. Með því móti geta heimilin að starfa vel og lengi að menningar- og mannúðarmálum í anda þess, sem allt hið góða gefur. Á. E. orðið hamingjusamari og mennirnir betri. En kærleikurinn og ánægjan með verk- efni Danska húsmæðrasambandsins er sí- fellt það, sem sameinar félögin og veldur því, að formenn og stjórnir fé- laganna eru óþreytandi í uppfinninga- semi, meðal annars í því skyni að fá með- limi félaganna til þess að mæta á fund- um, þrátt fyrir sjónvarp og aðrar nýjung- ar, sem virðast í svipinn veikja félags- lífið. Hin miklu umræðuefni þessara tíma: „Samskipti manna, — samskipti kyn- slóða, — heimili og skóla, — landa og þjóða“, þessi miklu vandamál Visby- þingsins 1960, verða ef til vill ýtarlegast rædd í fámennum félagshópi. Sú stað- reynd að hægt er að hafa áhrif á almenn- ingsálit á að vera alvarleg áminning til okkar um að félagsstarf Danska hús- mæðrasambandsins og Húsmæðrasam- bands Norðurlanda kallar okkur til sam- eiginlegra átaka fremur en nokkru sinni fyrr. Við húsmæður þurfum umfram allt að hafa jafnan í huga þarfir hvers ein- staklings, þarfir hvers einstaks heimilis. Þess vegna kveður námshringastarfið nú dyra hjá Danska húsmæðrasambandinu og við hlýðum á góð ráð frá samböndum hinna Norðurlandanna, sem hafa meiri reynslu í þessu efni en við. Námshring- arnir hafa hjá þeim valdið endurnýjun og innblásinni nýsköpun á síðari árum. Stærsta sameiningartákn innan Danska húsmæðrasambandsins 1961 verður leið- beinenda-námskeið, sem haldið verður í marz í Nyborg Strand. Efnið eru fjöl- skyldufræði: „Fjármál hinna þriggja nú- lifandi kynslóða“, og „Nýjar leiðir — hvernig nota ber starfskrafta hvers ein- staklings“. Umræður fara svo fram í smá- flokkum, til þess að auðvelda þátttak- endum námskeiðsins að mynda náms- flokka heima fyrir. En þegar ég hugleiði lífskjör húsmæðra um víða veröld — í Grænlandi — í Asíu — í Afríku o. s. frv., virðist mér þessi sameiginlegu verkefni svo örsmá. Eg get Uúsjreyjan 35

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.