Húsfreyjan - 01.04.1965, Qupperneq 17

Húsfreyjan - 01.04.1965, Qupperneq 17
Lítið þvottahús álít bezta, miðað við byggingakostnað. Þetta er einfalt hús, án allra útskota, en slikt munar miklu í kostnaði. Grunnflöt- urinn er 114 fermetrar og það tel ég sæmilegt húsnæði fyrir 5—6 manna fjöl- skyldu. I húsinu eru fjögur svefnherbergi, stofa, eldhús, borðkrókur, þvottahús, mat- argeymsla, bað og snyrting. Aukainn- gangur er um þvottahús og úr því má t.d. fara með krakka á snyrtingu og þvo þeim, áður en þau fara inn í sjálfa íbúðina. 1 gangenda er gott vinnupláss fyrir hús- móðurina og góðir skápar þar hjá. Ur eld- húsglugganum sér út í garðinn, þar sem getur verið lokaður leikvöllur fyrir börn. Einnig má breyta húsinu þannig, að stækka stofuna og hafa svefnherbergin aðeins þrjú, allt eftir fjölskyldustærð. Teikningunni má snúa eftir legu lóðar- innar, þ.e. hafa stofuna í öfugum enda við það, sem hér er sýnt. S.K. Mér likar vel að láta eldhúsið snúa í sólaráttina. Þar er húsfreyjan oft og henni líður áreiðanlega betur, ef aðal vinnustaður hennar nýtur hæfilegrar sól- ar. Með nútíma loftræstingu og kæliskáp eða góðum matargeymslum, er ekki leng- ur nauðsynlegt að vera að hugsa um mat- vælanna vegna að hafa eldhúsin í norður. E.G. Er geymslan nægilega stór? H.H. Sé miðað við nútíma tækni, ís- skáp, frystikistu o.s.frv. þá er hún nóg. Segja má hinsvegar, að útigeymslu vanti fyrir barnavagn, hjólhesta og þvílíkt, sé ekki byggður bílskúr við húsið. S.T. Hvað segið þið um þá tilhneigingu, sem uppi er hér að hafa glugga frá lofti til gólfs í stofum? S.K. Af fenginni reyrislu myndi ég segja, að hlýlegra væri að hafa 30—40 cm. brík undir gluggum, miðað við okkar veðráttu. Sé kalt í veðri leggur óhjá- kvæmilega kulda frá glerinu, jafnvel þótt tvöfalt sé, en í sólskini verður bakandi hiti inni. H.H. Ég tel að gluggastærð sé víða komin í hreinar öfgar. Það segir sig sjálft, að í okkar veðráttu stafar oftar kulda frá þessum miklu glerflötum, en æskilegt er. S.T. En hvernig er eldhúsinnréttingin, sem fylgir þessu húsi? H.H. Eldhúsið er 3,30x2,40 metrar að stærð. Við annan langvegginn eru skápar og vaskabekkur og bakarofn í bekkshæð. Við hinn langvegginn eru líka dálitlir skápar og eldunarhella. Undir gluggan- um, milli bekkjanna er hylla. Handan við bekkjasamstæðuna, sem hellan er í, er borðkrókurinn og gluggi á honum. Að lokum fáum við leyfi Halldórs til að birta líka aðra teikningu af dálítið stærra og dýrara húsi, vinkilbyggðu, en það hefur marga sömu kosti og hitt hús- ið. Þvottahús og geymsla er fast við eld- húsið, vinnuborð er fyrir húsfreyju undir glugga á gangi framan við svefnherbergin, snyrting er við aðalinngang. Svefnher- bergi eru í sérálmu. Margt fleira hefðum við viljað ræða, en fleira á að rúmast í heftinu en rök- stólaspjallið, svo við þökkum Halldóri Halldórssyni framkvæmdastjóra, kærlega ágætar viðtökur og látum hér staðar num- ið. húspreyjan S. Th. 15

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.