Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 9

Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 9
Seinna skildi hann ýmislegt, sem fyrir hafði komið, en hvernig átti honum að detta nokkuð slíkt í hug um þennan ungling, sem alltaf kom heim á til- settum tíma, aldrei sást á smáskeina, aldrei minntist á fréttnæma atburði, sem gerðust þegar hann var fjarver- andi, en gat hinsvegar skemmt heima- fólki með nákvæmri lýsingu á veizlu- föngunum í brúðkaupi eða annarri veizlu, sem hann þóttist hafa verið í. Það, sem síðar gerðist, var greinilega undirbúið, það var gildra. Fyrir norðvestan Betlehem var gröf Rakelar. Frómum Gyðingum var hún minningalundur — ekki helgidómur — hann var aðeins einn — í musterinu. En þessi gröf minnti þá á merkisatburði í sögu þeirra. Benjamín, sonur Rakelar hafði reist þar súlu til minningar um hana. Smáhópur af rómverskum hermönn- um höfðu verið á eftirlitsferð nokkuð frá herskálunum í Betlehem og áðu við gröf Rakelar. Þar var skammt til vatns og gnægð brennis. Þeir höfðu reist gunnfána sinn upp við súluna og tveir þeirra fengust við eftirlætisiðju her- manna allra tíma, að krota stafi sína á súluna. Rabbíinn í næsta þorpi og þrír af öldungunum fóru til hermann- anna og báðu þá kurteislega um, að fara burt með fánann og vera ekki að skemma súluna. Aðeins einn hermann- anna skildi orð þeirra og hann sagði: „Snautið heim, karlaumingjar". Hvernig hafði fregnin borizt? Það var enn lengra til Tekoa frá gröfinni en til Betlehem. Eins og eldur í sinu barst fregnin og andsvarið var fyrir- hyggjulaust. Nathan, Dan og enn einn ungur pilt- ur gripu axir sínar og hjuggu fána- stöngina í sundur. Rómverjarnir réðust á þá, tveir féllu, einn særðist, en svo voru piltarnir yfirbugaðir og dregnir burtu, enda voru fjórir hermenn á móti hverjum einum þeirra. Josodad hafði þjáðzt og hlustað á ótal heilræði, sem öll stönguðust á. Sumir HÚSFREYJAN sögðu honum að hafast ekkert að, aðrir að útvega drengnum verjanda, enn aðrir að múta æðstaprestinum. Aðeins eitt voru allir sammála um — ætti eitthvað að gera, þá þurfti að hafa peninga í mútur. Þess vegna fór hann til Ezra og seldi honum hjörð sína — aleiguna. Allt var það tilgangslaust. Þegar hann fékk rænu á ný, skildi hann, að þeir sem tóku við fé hans, gáfu honum ádrátt um aðstoð og kveiktu von hans, þeir vissu fyrirfram hver endalokin myndu verða. Hefði Nathan ekki átt í hlut, þá hefði hann skilið það strax. Drengirnir voru sekir, Rómverjarnir hefðu getað drepið þá alla við gröf Rakelar, án þess að það hefði talizt ill- virki. Allur málflutningurinn var sýnd- armennska og dómurinn átti að vekja ótta. Aðeins eitt var eftir — að ganga að Grátmúrnum og biðja Drottinn um þá náð, að drengurinn fengi að deyja fljótt. En hann var ekki bænheyrður. Það voru þessar minningar, sem í fimm ár höfðu fylgt honum hvern dag og hverja nótt, er hann hrökk upp af blundi. En endurminningin ól af sér ennþá þyngri kvöl — efann. Hann hafði jafn- an haldið fast við trú feðra sinna, en hann hafði í ýtrustu neyð beðið um lítils- háttar vægð, en bænin var ekki heyrð. Var Guð miskunnarlaus ? Var enginn Guð til? Ef Guð var ekki til, þá var heldur ekki til eilíft líf og þá hafði Nathan ekki safnazt til feðra sinna og hvíldi ekki í skauti Abrahams, heldur rotnaði hann í mold eins og maðkur. í þöglu næturhúmi við skin frá köld- um stjörnum áttu slíkar hugsanir greið- an gang að huga hans. Voru mennirnir þá eins og sauðirnir — fæddir til þess eins að deyja . . . Dagarnir liðu. Enn var kominn vetur og fénu var beitt í hagana næst Betle- hem, svo að auðvelt væri að gefa því tuggu úr hlöðum Ezra, ef hann tæki upp á því að snjóa. Josodad var ekki jafn feginn því að vera svona nærri þorpinu, eins og þeir Arad og Ibri. Allir 5

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.