Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 21
MANNELDISÞÁTTUR
Ábæti§réttir
Er sælkeri í fjölskyldunni ?
Gleðjið þá hann eða hana með girni-
legum ábæti eða gómsætri köku, að vísu
hvorki ódýrt í peningum né hitaeining-
um, en aftur á móti freistandi.
Aprikósufrauðf.
150 g aprikósur 3 eggjahvitur
2 dl eplasafi eða vatn 10 saxaðar möndlur
Sykur
Aprikósurnar lagðar í bleyti í epla-
safann, soðnar þar til þær eru meyrar.
Sykrað eftir smekk og marið síðan.
Kælt. Eggjahvíturnar stífþeyttar, mauk-
ið þeytt smátt og smátt saman við.
Ábætinn settur í smáglös, söxuðum
möndlum stráð yfir.
Sveskjuábœtir.
250 g sveskjur 3 egg
Rifinn sitrónubörkur 100 g sykur
2 msk. sykur % 1 mjólk
Vatn svo fljóti yfir Vanilla, möndlur
Sveskjurnar lagðar í bleyti, soðnar í
sama vatni, ásamt sykri og sítrónuberki,
HÚSFREYJAN
þar til þær eru meyrar. Steinarnir tekn-
ir varlega úr og í stað þeirra er sett %
mandla. Sveskjurnar látnar í smurt, eld-
fast mót.
Egg og sykur þeytt vel, mjólk og van-
illu hrært saman við. Hellt yfir sveskj-
urnar. Bakað við 200° í nál 45 mínútur
eða þar til kremið er hlaupið.
Borið fram volgt eða kalt með þeytt-
um rjóma.
Ábætir frá Kaliforníu.
3 eggjahvitur
5 msk sykur
% tsk lyftiduft
50 g möndlur
Innan í:
1 ds blandaðir ávextir
eða nýir niðurbrytjaðir
% 1 vanilluis
Hvíturnar stífþeyttar, sykri, lyfti-
dufti og söxuðum möndlunum blandað
saman við. Deigið sett í hring á smurða
og hveitistráða plötu. Bakað við 140°
í 30—45 mínútur. Hringurinn á að vera
þurr og eygður að utanverðu en örlítið
seigur að innan. Hringurinn losaður með
gát af plötunni og settur á fallegt fat.
Isinn, sem ekki þarf að vera harðfros-
inn, spændur upp og komið fyrir í miðju
hringsins ásamt ávöxtunum. Með þessu
er borinn þeyttur rjómi, sem bragð-
bættur er með koníaki, rommi eða öðru
bragðgóðu áfengi. Borið fram strax.
17