Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 12
um og kveikt stórt bál. Álengdar heyrði
hann þá hlæja og skrafa, en þegar hann
kom til þeirra, steinþögðu þeir.
Josodad fann til iðrunar. Ég hef ónot-
ast við þá fyrir að lifa, fyrst Nathan
er dáinn, hugsaði hann. Sorgin hafði
eitrað líf hans og hann lifði hvorki sjálf-
um sér né öðrum til gleði.
Loksins vissi hann hvað hann ætlaði
að gera. Hugsunin hafði verið að þróast,
síðan hann fór að heiman — ég gæti
eins vel verið dauður. Hann ætlaði að
láta þessu lífi lokið. Hann sat kyrr, vaf-
inn í þykku, brúnu yfirhöfnina sína og
hugsaði málið frá öllum hliðum. Fyrst
var það fjölskyldan. Hann var viss um,
að þeim myndi líða betur án hans. Mág-
ur hans var góður maður og í víngarð-
inum myndi Lazarus yngri una sér.
Svo hugsaði hann um Guð, því þrátt
fyrir það, að hann hafði brugðizt hon-
um, gat hann ekki afneitað honum
vegna Nathans. Þó hann þráði ekkert
framar sjálfur en að hverfa með öllu,
gat hann ekki hugsað til þess, að þannig
hefði farið fyrir Nathan, þessum unga
og glaða dreng. Ekkert í hinum tíu boð-
orðum bannaði manni að fyrirfara sér
og hvergi var þess getið, að mönnum
hefði verið refsað fyrir að reyna það.
Nei, ef Nathan var á himnum, þá átti
það ekki að spilla fyrir honum, þótt
faðir hans hyrfi með þessum hætti. Þó
ætlaði hann að reyna Guð einu sinni
enn og í kvöldbæn sinni bað hann þess,
að hann fengi að deyja þessa nótt. Pilt-
arnir, sem með honum voru, vissu að
hann svaf sjaldan nema stuttan blund
og höfðu því sjaldnast andvara á sér á
næturnar. En hér átti fénu ekki að vera
nein hætta búin, hvorki af úlfum né
ræningjum, svo það átti ekki að koma
að sök, þó að hann vaknaði ekki fram-
ar og Ibri og Arid svæfu til morguns.
Hann sneri sér upp að klettavegg,
bálið var við smáskúta. Það skíðlogaði
og piltarnir sátu þögulir og geyspandi.
Josodad sofnaði næstum samstundis,
líkt og fyrrum, þegar hann vakti með
8
Nathan. Guð ætlar að bænheyra mig,
var síðasta hugsun hans.
Hann vaknaði aftur, harmþrunginn
sem fyrr, lifandi og glaðvakandi.
Það var hætt að snjóa, himininn heið-
ur og stjörnubjartur. Af bálinu voru
glæður einar eftir, piltarnir steinsváfu.
Hann reis á fætur. Það mótaði fyrir
kindunum, sem lágu rólegar. Allt var
með felldu.
Enn hefur Guð brugðizt mér, hugsaði
hann. Hann hafði rækt helgisiðina og
vandað líferni sitt og aldrei beðið um
neitt handa sjálfum sér fyrr en í nótt.
Áður bað hann fyrir Nathan, einnig þá
fékk hann afsvar. Ef þú knýrð dyra hjá
vini þínum, hugsaði hann, og hann svar-
ar ekki og þú berð aftur og enn á ný
og færð ekkert svar, þá mundir þú álíta,
að annað hvort væri hann ekki viðlát-
inn eða hann væri ekki vinur þinn.
Hann stóð þarna í næturkulinu, aleinn
undir auðum himni á auðri jörð og
fannst sem bæði Guð og menn hefðu
yfirgefið hann.
Þá ætti hnífurinn minn að duga, hugs-
aði hann og gekk brott frá hjörðinni.
Hann ætlaði að finna sér klettaskúta
og leggjast niður. Drengirnir myndu
vakna í fyrramálið og ekki gera aðvart
um að hann væri horfinn fyrr en seint
og síðar meir. Þá gat verið að gamm-
arnir yrðu búnir að vinna sitt verk.
Það sá mikinn grúa stjarna, enda út-
lit fyrir frost. Neðarlega á himninum
var ein sérlega stór og gullin stjarna.
Fyrrum hafði hann hugsað um sól, mána
og stjörnur sem hluta hins dýrðlega
sköpunarverks Drottins, hugsað um
skipun Hans: Verði ljós. En nú var
himinhvelfingin aðeins auðn og tóm.
Hann fetaði sig gætilega yfir grýtta
jörð, en varð skyndilega undrandi, er
sá hann skugga sinn langan og greini-
greinilegan á undan sér. Engin stjörnu-
birta gat varpað slíkum skugga. Hann
sneri sér við og sá að himininn að baki
honum var eitt geislaflóð, sem hvorki
kom frá mána, sól né stjörnum. Það var,
HÚSFREYJAN