Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 37

Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 37
inu, fara eins að, og er alltaf byrjað frá forhönd. Nú vill sá sem byrjaði eða einhver annar halda áfram að púkka, og er það leyfilegt, svo lengi sem nokk- ur fæst til þess. Ef tveir eru orðnir eftir að púkka (hinir hafa gefizt upp) og annar vill ekki púkka lengur, þá sýna þeir tveir spilin, og fær sá allt úr púkk- inu, sem hæstar hefur samstæður. (Þeir fá auðvitað ekkert, sem hætt hafa við að púkka, en kvarnir sínar missa þeir í ,,púkkið“). Ef báðir hafa jafnar sam- stæður, t. d. tvo pósta, skiptist púkkið jafnt milli þeirra. Enginn getur unnið púkkið, sem ekki hefur eina samstæðu minnst. Þrjár samstæður eru yfir tveim- ur, fjórar yfir þremur og fimm yfir f jórum (t. d. f jórar tíur og pamfíll hærri en fjórir póstar). Ef enginn púkkar (sem er sjaldgæft), þá er púkkið klætt aftur eins og áður og getur orðið marg- klætt. Þegar púkkinu er lokið, byrjar hið reglulega spil. Forhönd slær út; sá sem hefur næsta spil fyrir ofan útspilið, og í sama lit, slær því út ofan á o. s. frv., þangað til annað hvort er kominn út ásinn í litnum, eða röðin slitnar við það að enginn á næsta spil yfir útspilinu á hendinni. Forhönd lætur t. d. út spaða- póst, sá sem hefur spaðabísefa, lætur hann þar ofan á, sá sem hefur spaða- áttu þar ofan á o. s. frv. Sá sem átti seinasta spilið, þegar röðin slitnaði, eða lauk röðinni með ás, byrjar þá næsta röð með því að láta út. Sá sem fyrstur verður til þess að losna við öll sín spil með þessum hætti, fær jafnmargar kvarnir af hverjum spilanda sem sá á þá mörg spil eftir á hendi. Þó þarf sá sem á næsta spil yfir lokaspilinu, ekki að gjalda fyrir það. Hyggilegast er fyrir forhöndina eða þann, sem út á að láta, að láta út spil í röð, ef hann á þau til, svo sem spaðadrottningu, spaðakóng, eða spaðaás, því að við það fækkar spil- unum á hendi hans og verða meiri líkur til vinnings. Þegar spilendur hafa greitt fyrir þau spil, sem þeir eiga eftir á hendinni, HÚSFREYJAN ,,klæða“ allir sinn reit í borði. Síðan er gefið aftur, og nýtt spil hefst. Púkk var lengi mjög vinsælt spil hér á landi, og svo mikið þótti í það varið, að menn létu jafnvel smíða sér sérstök borð til að spila það við. Eru slík „púkk- borð“ varðveitt á Þjóðminjasafninu. Líklega er spilið af erlendum uppruna, þótt Eggert Ólafsson kalli það íslenzkt í Ferðabók sinni. --k- HUSFREYJAN óó lar (eóendi anum cjledilecjra jóia úó 1970 ocj cjóóó áró 33

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.