Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 31
MANNELDISÞÁTTUR
Framhald aí bls. 20
inginn er hrært 50 g af kúrennum, 50 g
að smátt skornu súkkati, 50 g af rúsín-
um og 50 g af söxuðum döðlum, sem
velt hefur verið upp úr örlitlu hveiti, svo
að ávextirnir sökkvi síður til botns. I
hinn hlutann er hrært 100 g af rifnum
möndlum og hnetum (einnig má nota
kókósmjöl) og 50 g. af brytjuðu súkku-
laði. !WJ
Bakað í vel smurðum mótum við
175°C í um 1 klst. og síðan við 225°C
í 10 mínútur.
Kökurnar látnar kólna dálítið í mót-
unum, áður en þeim er hvolft á grind.
Innan í:
100 g smjör
50 g flórsykur
1 litið egg
Vanillubráð úr
3 dl af mjólk
Ofan á:
Brætt súkkulaði
Valhnetukjarnar
Eggjarauðurnar hrærðar með sykri
og kryddi, hunangið eða sírópið velgt
yfir gufu, hellt út í eggin og síðan er
sáldruðu hveiti og lyftidufti, ásamt
súkkati, hrært saman við. Að lokum er
stífþeyttum eggjahvítunum blandað var-
lega saman við. Kakan er bökuð við
175—190°C í um 1 klst.
Þegar kakan er köld, er hún skorin
í 3 hluta og lögð saman á ný með smjör-
bráð: Smjör, sykur og egg hrært vel,
vanillubráð (ágætt úr búðingi) hrært
smátt og smátt saman við.
Bræddu súkkulaði smurt ofan á kök-
una, skreytt með valhnetukjörnum ef
vill. Kaka þessi geymist vel og batnar
við geymslu.
HÚSFREYJAN
Ilim.'Giigskaka.
4 egg
100 g sykur
2 tsk. engifor
200 g síróp eða hunang
50 g súkkat
250 g hveiti
2 tsk. lyftiduft
Appclsiiiiisúkkulailikaka.
325 g hveiti
100 g kakaó
3 tsk. lyftiduft
Rifinn börkur af
4 appelsínum
400 g smjörlíki
300 g sykur
4 egg
1% dl mjólk
1% dl vatn
100 g hjúpsúkkulaði
Hveiti, kakaó og lyftidufti sáldrað
saman, appelsínuberki blandað í. Smjör-
líki og sykur hrært vel, eggin þeytt
saman við. Mjólk og vatni blandað sam-
an, hrært í deigið til skiptis við hveiti-
blönduna. Byrjað er og endað á hveiti.
Deigið sett í vel smurt sandkökumót.
Bakað um 1 klst. við 180°C.
Kakan kæld í 5—6 mínútur, áður en
hún er iátin á grind. Súkkulaðið brætt
við gufu, borið utan á kökuna með
pensli, sléttað úr því með heitum spaða.
Ilaiianalivolfkuka,
í mótiS:
2 msk. smjör
% belti púðursykur
2—3 bananar
(eða epli)
2 msk. rúsínur
Valhnetukjarnar
(má sleppa)
Deigið:
% bolli smjörlíki
% bolli sykur
2 egg
1 tsk. vanilla
1 % bolli hveiti
2 tsk. lyftiduft
% tsk. salt
% bolli mjólk
1 bolli = 2% dl
Smjörið brætt, púðursykrinum hrært
saman við, hrært þar til það hefur jafn-
að sig vel. Hellt í ferkantað mót 20x20
sm, botninn þakinn vel. Bananasneið-
um, rúsínum og valhnetukjörnum raðað
ofan á.
Venjulegt hrært deig búið til, hellt
varlega í mótið. Kakan bökuð við 175°C
í 50—60 mínútur.
Kókóskökur.
150 g smjörlíki % tsk. hjartarsalt
150 g sykur 150 g hveiti
125 g kókosmjöl
Smjörlíkið hrært vel, síðan með sykri,
öðru hrært saman við. Deigið hnoðað
saman með dálitlu aukahveiti. Búnar til
kúlur milli handanna, sem settar eru á
27