Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 30

Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 30
mmm: • > ' r'4 .'V-i V' Þessi borðrenningur er íallegur og íljótlegt að búa hann til. Hann er úr hvítu höreíni, en það má eins hafa í hann mislitt hörefni, rautt eða blátt. Svo er hann skreyttur með stígvélum eða hosum, sem klippt eru út úr filti í ýmsum falleg- um litum, límd á renninginn og skreytt með litlum hjörtum. —- í stígvélin er svo stungið jólaservíettum. í miðju er krans úr GHÆNUM laufum, klipptum úr grœnu filti, skreyttur rauð- um berjum, og innan í stendur fallegur kerta- stjaki með kerti. — Þessi borðrenningur er ljómandi jólagjöf handa mömmu, frœnku, mág- konu eða vinkonum. Ljósm.: Gísli Gestsson. ina sína, og nú þarf enginn að ónáða hann að óvöru um jólin. Handa henni stóru systur, sem gifti sig í sumar eða ætlar kannski að gifta sig næsta sumar, getum við heklað nokkra servíettuhringi úr hárrauðu basti. Við getum fitjað upp um 26 keðjulykkjur og fest þær í hring, síðan heklum við nokkrar umferðir af fasta- lykkjum (um 7 umferðir) og gerum vel við endann. Við getum lakkað hringina með glæru lakki og látið þá þorna vel. Svo skulum við láta fylgja þeim einn pakka af fallegum jólaservíettum. Svo þarf nú unga stúlkan að skreyta herbergið sitt eitthvað líkt og vant er fyrir jólin. Kannski vill hún líka hjálpa mömmu sinni að skreyta forstofuglugg- ann. Við getum búið til gluggaskreyt- ingu úr pappa, silkipappír og gylltum pappír. Ramminn utan um myndina er t. d. búinn til úr svörtum pappa (kar- toni), 22x24 sm að stærð, 3 sm að breidd að ofan og neðan, og 2 sm til hliðanna. 26 I hverja mynd þarf 2 slíka ramma. Síðan klippum við silkipappírinn held- ur stærri en innanmál rammanna. Úr gyllta pappírnum klippum við eftir ein- hverju fallegu munstri, stjörnu, sól eða eitthvað annað og límum á silkipappír- inn, en síðan límum við hann á milli rammanna. Þetta hengjum við svo í gluggann, á daginn skín birtan í gegn- um myndina, en á kvöldin nýtur hún sín vel utan frá, þegar rafmagnsljósið flæðir út í myrkrið gegnum litaðan pappírinn. Það er mjög algengur siður á Norður- löndunum, að skreyta allar gluggakist- ur með lyngi og mosa og ýmsum jóla- taknum alla aðventuna eða mánuðinn fyrir jólin. Það gæti einnig veitt okkur ánægju í löngu skammdeginu fyrir jól- in, og við getum notað beitilyng, kræki- lyng, sortulyng og ýmis ber og köngla, komið þessu snoturlega fyrir í glugga- kistunum og skreytt að vild með öðru jóladóti, bæði okkur sjálfum til ánægju og vegfarendum, sem fram hjá eiga leið. Þessar tillögur um jólagjafir, sem hér að framan eru taldar, eru til íhugunar fyrir þær, sem ekki hafa þegar hugsað fyrir öllu til jólanna, og vilja leggja dá- litla vinnu á sig til að fá ódýrar gjafir. Það veitir líka ánægju og sköpunar- gleði að virða fyrir sér vel unna hluti, svo að gefandinn ætti að geta notið þessa ekki síður en þiggjandinn. HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.