Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 32

Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 32
smurða plötu. Þrýst ofan á hverja köku. Bakað við 150—175°C í um tólf mín- útur. Skeifur. 125 g smjörlíki Egg til að smyrja með 5 dl hveiti Mulinn molasykur 3 msk. köld mjólk Smjörlíkið saxað saman við hveitið, deigið hnoðað saman með mjólkinni með léttum handtökum og eins stutt og hægt er, svo að kökurnar verði ekki þungar. Deigið flatt þunnt út, skorið í um 1 cm breiðar ræmur, sem sveigðar eru eins og skeifa. Smurt með eggi, dyfið ofan í sykur. — Kökurnar bakaðar ljósbrún- ar við 200°C. Snóglar. % kg hveiti 200 g sykur 400 g smjörlíki 1 egg 1 msk. vanillusykur 3 msk. kakaó Venjulegt hnoðað deig. Skiptið deig- inu í tvennt og blandið kakaó saman við annan helminginn. Fletjið deigin út í jafnstóra ferhyrninga. Leggið brúna ferhyrninginn ofan á þann ljósa og vefjið deigunum síðan saman eins og pylsu. Pylsan geymd vel innpökkuð á köldum stað um 1 klst. Geymið hana ekki of lengi eða of kalda, þá er hætt við að deigin aðskiljist, þegar skorið er. Deigið skorið þunnt, sett á smurða plötu, bakað við um 200°C í 10 mínútur. Kökurnar kældar á grind. Kökutrv og ínynilir. 125 g smjörlíki 2% dl dökkur púður- sykur 2% dl síróp 1 1 og 8 dl sáldrað hveiti 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. negull 1 tsk. kanell 1% dl vatn Búið til tvö snið að trénu á stærð við bökunarplötu, skerið hálfa leið ofan í toppinn á öðru og hálfa leið neðan frá 28 á hinu. Athugið að hafa bilið ekki knappt, svo að hægt sé að renna trénu saman svo vel fari. Smjörlíki og sykur hrært létt, síróp- inu hrært saman við og að lokum sáldr- uðu hveitinu, ásamt kaffidufti og kryddi, ásamt vatninu. Deigið hnoðað og nú er helmingurinn flattur út, á smurðri og hveitistráðri plötu, um % sm þykkt. Skerið tréið út eftir sniðinu og búið til göt í greinarnar á þann hátt að stinga eldspýtnabroti ofan í þær, en þau eru tekin úr um leið og tréð er bakað, áður en það harðnar, og þess gætt um leið að gatið sé í gegn. Bakað við 175°C í 10—12 mínútur. Myndakökur eru búnar til úr deigaf- göngunum. Tréð skreytt með þykkri, grænlitaðri flórsykursbráð, áður en það er sett saman. Eplapic. 125 g smjörlíki 175 g hveiti 1 msk. rjómi 1 eggjarauöa % kg súr epli 50 g smjör Sykur 1 tsk. kardemommur 1 tsk. kanell 1 tsk. engifer 2 msk. flórsykur Smjörlíkið mulið saman við hveitið, vætt í með rjóma og eggjarauðu. Deigið hnoðað þar til það er samfellt. Eplin flysjuð og skorin smátt. Smjör- ið brætt í potti. Eplin látin meyrna þar í undir loki við vægan hita, krydduð með sykri, kardemommum, kanel og engifer. Deiginu skipt í tvennt, hvor helming- ur flattur út í kringlótta köku. Laus- botna tertumót klætt að innan með öðr- um helmingnum, eplamaukinu hellt þar í og siðan er hinn helmingurinn látinn ofan á, fest vel saman á brúnunum, efri kakan pikkuð. Kakan smurð með eggi, bökuð við 175°C í um 30—35 mínútur. Eplakakan borin fram volg, ýmist sem ábætir eða kaka. Dálitlum flórsykri stráð yfir hana um leið og hún er borin fram, ásamt þeyttum rjóma, ís, mjólkur- ís eða vanillubráð. HÚSFBEYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.