Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 36

Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 36
P Ú K K Talið er að það muni hafa tíðkazt hér frá því á 17. öld eða jafnvel fyrr að spila á spil. Fá munu þó þau spil vera sem eigi eru af útlendum uppruna, en þau spil, sem hvergi eru spiluð ann- ars staðar en á tslandi, virðist þó mega kalla íslenzk. Þetta segir í lítilli bók, sem út kom árið 1914 hjá Fjallkonu- útgáfunni og nefnist ,,Spilabók“. Sér- staklega íslenzk í þessum skilningi munu vera þessi spil: Púkk, alkort, treikort, marías, skelkur, brús, handkurra, hjóna- sæng, þjófur, framhjátaka, svarti-Pétur, hundur (langhundur, tromphundur, langa-vitleysa). Húsfreyjunni hafa borizt óskir um, að birtar verði leiðbeiningar varðandi það að spila púkk. t áðurnefndri spila- bók er sagt frá púkki, og verður stuðzt við þá frásögn hér. Það mun vera æðigamall siður að spila púkk um jólin og nýárið. Þó mátti alls ekki spila á aðfangadagskvöld né jóla- dag, því að gamlar sögur gengu um þá, sem drýgt höfðu þá synd, og hafði það ætíð hefnt sín, þannig að illa fór fyrir þeim. En á gamlárskvöld var mjög al- gengt að spila púkk. Er það spilað upp á peninga (þ. e. a. s. gervipeninga, svo sem eldspýtur, tölur eða þorskhausa- kvarnir, og voru þeir geymdir frá ári til árs, en teknir fram um jólin). Púkk er spilað á venjuleg spil, en teknir úr þeim tvistar. þristar og fjark- ar. Spilið geta spilað 5, 6 eða 7 manns. Teiknað er á allstórt spjald sérstakt spilaborð fyrír púkkið, því er skipt í reiti, og í reitina. er skrifað: ás, kóng- 32 ur, drottning, gosi, pamfíll (= lauf- gosi), tía (ef 6 eru), nía (ef 7 eru). 1 miðju borðinu er teiknaður reitur fyrir púkkið. Hver spilandi leggur í sinn reit( þ. e. reitinn sem teiknaður er á borðið fyrir framan hann) jafn- margar kvarnir eða eldspýtur sem spil- endur eru margir, og auk þess eina í púkkið. Þetta er kallað að „klæða“ (klæða kónginn, drottninguna o. s. frv.). Stundum klæðir einn púkkið, ef spilend- ur eru margir, og þurfa. þá hinir ekki að klæða það. Þegar þessu er lokið, er gefið, 3 spil í senn hverjum og síðan 2, svo að hver hefur 5 á hendi. Þegar gefandinn hefur gefið sér í síðara sinn, veltir hann upp efsta spili og er það tromp. Sá sem hef- ur bísefa (sjöuna) í sama lit, getur keypt veltuspilið. Gildi trompsins í púkki er það, að hver, sem hefur há- spil (ás, kóng, drottningu, gosa, tíu) i tromplit, má hirða peningana úr sama reit á borðinu. Sá sem fær pamfíl (lauf- gosa), hirðir úr honum. Ef ekki er hirt úr reit (enginn fær það spil á höndina), þá verður eigandi engu síður að klæða aftur (tvíklæða, þríklæða), og getur þá oft orðið mikið í reitnum og mikill feng- ur í að fá það spil í tromplitnum. Þá er tekið til að „púkka“. Sá sem byrjar er í forhönd, en ef hann getur það ekki eða vill það ekki, kemur röðin að þeim næsta og svo koll af kolli. Eng- inn má púkka nema hann hafi að minnsta kosti einar samstæður (þ. e. tvö spil jafnhá: tvo ása, tvo kónga o. s. frv.). Pamfíllinn getur verið sam- stæður hvaða spili sem er og hefur jafn- an meira gildi; pamfíll og ás gildir t. d. meira en tveir ásar. 1 púkki eru póstar (sexur, sexin) hæstir, þá ásar, kóngar o. s. frv. Fjórir póstar og pamfíll er hæsta púkkspil sem fengizt getur. Venjulega púkka menn með 2 ásum, 2 póstum, ási og pamfíl, pósti og pam- fíl eða yfirleitt ef menn hafa einar sam- stæður. Sá sem byrjar að púkka, legg- ur eina kvörn í púkkið og segir: „Ég púkka.“ Þeir sem vilja taka þátt í púkk- HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.