Húsfreyjan - 01.10.1969, Síða 41

Húsfreyjan - 01.10.1969, Síða 41
FRÁ LEIÐBEININGASTÖÐ HÚSMÆÐRA Spurt og svaraö Spurning: Eldhúsvaskurinn minn, sem er úr ryðtraustu stáli 18/8, er orðinn heldur ljótur, er það hitaveituvatnið, sem gerir það að verkum? Hvernig er unnt að koma í veg fyrir þetta? Hvað þýðir 18/8? Svar: Ryðtraust stál getur verið sam- sett á ýmsa vegu. Stál með 0,3—0,5% kolefni og 13—15% króm er notað í ryðtrausta hnífa, stundum er einnig svolítið af nikkel látið saman við. Ryð- traust stál merkt 18/8 þýðir, að 18% króm og 8% nikkel €ir blandað saman skafa blettina burt, er hætt við að málm- urinn rispist. Látið ekki kertin brenna alveg niður, ef þau standa í málmstjaka, þá getur það óhapp viljað til, að kertastjakinn hitni svo mikið, að hann skemmi borðið, sem hann stendur á. Yfirleitt ber að hafa í huga að eld- hætta stafar af kertum. Látið því ekki kertaljós loga nálægt gluggatjöldum og öðrum eldfimum efnum. Heimildir: Upplýsingar frá starfsfólki kertaverksmiðjunn- ar Hreinn hf. Rád og Resultater, nr. 7 1965. Forbruker rapporten, nr. 10 1965. Der Test, desember 1966. Sigríður Haraldsdóttir. við stálið. Slík blanda þolir vel allar sýrur, nema saltsýru. Einnig vinnur brennisteinn og klór á ryðtraustu stáli. Þess vegna á ekki að láta klór í sjálf- virkar þvottavélar með stáltunnu og ekki að salta kjöt eða þess háttar í stál- ílátum. Ennfremur á ekki að láta gúmí- slöngur eða gúmímottur liggja að stað- aldri á ryðtraustu stáli, þar sem brenni- steinn er í gúmíinu og af þeim ástæð- um verða stálvaskar ljótir af hitaveitu- vatni. Ef konur hafa áhuga á að halda stálvaskinum gljáandi, er bezta ráðið að þurrka ætíð vel eftir notkun bæði borðið og vaskinn sjálfan. Spurning: Hvernig er bezt að ná burt fitublettum og hvernig þekkjast þeir ? Svar: Fitublettir eru oft dökkir og mjúkir með ógreinilegum jöðrum. Á sumum efnum virðast fitublettirnir vera gagnsæir, þegar þeim er haldið upp að birtu. Stóra fitubletti skulu húsmæður yfir- leitt ekki hreinsa burt sjálfar, heldur láta flíkina í efnalaug, en þar eru not- uð rokgjörn hreinsiefni, sem leysa upp alla fitu. Þessi hreinsiefni eru hættu- leg í notkun og er því bezt að eiga sem minnst af þeim í heimahúsum. A. m. k. verður að geyma þau í læstum hirzl- um, þar sem börn ná ekki til þeirra og gæta fyllstu varúðar, þegar þau eru notuð. En ef lítill fitublettur er kominn í hreina flík geta húsmæður, sem kunna með hreinsiefni að fara, náð burt blett- inum með góðum árangri. Notið bensín, tríklóretylen, tetraklór eða steinkola- nafta (bensól). Stundum eru fáanleg hreinsiefni fyrir fitubletti (spray eða krem í túbu). Um notkun þeirra ber að fara samkvæmt leiðarvísi sem fylgir, en í þeim er m. a. eitt eða fleiri af þeim efnum, sem hér hafa verið nefnd. Munið að bensín og bensól (steinkolanafta) eru eldfim, notið því aldrei þessi efni ná- lægt eldi (vindlingum, kertaljósi eða þess háttar) og kippið ekki rafmagns- tæki úr sambandi, þar sem bensíngufur eru. Tetraklór og tríklóretylengufur eru eitraðar, notið því einungis lítið magn 37 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.