Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 15

Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 15
Það er alls ekki vandasamt að búa til gjafaslaufur eins og þið sjáið. Munið að halda borðanum vel föstum á milli þumalfingurs og vísifingurs um leið og þér gerið lykkjurnar. Festir með mjó- um vír. — Til tilbreytingar má setja saman lykkjur úr mismunandi litum borðum. Safnið kössum, sem fóðra má og skreyta á ýmsan hátt eins og til dæmis þennan. Kynningin á verkum Sigrid Undset Víða að hafa borizt fregnir af því, að kvenfélög hafa notað bókmenntakynn- ingu þá, sem Norska Húsmæðrasam- bandið undirbjó með Norræna bréfinu. Einkum var gaman að fá þær fréttir frá Kvenfélagi Hraungerðishrepps, að eftir að sagt hafði verið frá því á fundi í marz, að þessi kynning stæði fyrir dyr- um, þá hurfu allar bækur Sigrid Undset í útlán úr bókasafni sveitarinnar. Er þetta ljós bending um það, að þarna sé hafið starf, sem njóta muni vinsælda og stuðla að kynningu góðra bókmennta, ef eins vel tekst til um framhaldið. HÚSFREYJAN 11

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.