Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 20

Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 20
Hér sjáum viS íallega skreytt jólaborS meS rauSum dúk og grœnum greinum. HliSarborSiS er einnig skreytt og notaS sem hjálparborS viS máltíSina. þegar gesti ber að garði og leggja þarf á borð í flýti. Þá má festa kerti í leir- klump og hylja síðan leirinn með mosa eða greni, en skreyta skálina með alls konar jóladóti, berjum, stráum og ýms- um greinum eða Jyngi. Setja má rauðan eða bláan krep-pappír eftir endilöngu borðinu og koma síðan fyrir jólaskreyt- ingum á honum, klippa hvíta engla úr pappír og láta þá leika sér í greni- eða iynghólum, sem útbúnir væru kringum kerti á borðinu hér og þar. En varúð þarf að hafa við, ef litur fer úr pappírn- um, er hann blotnar. Mætti þá hafa plastdúk undir pappírnum, svo að hann skemmi ekki hvítan dúk eða borðið. — Við getum tínt okkur einigreinar eða sortulyng, beitilyng, hjartaarfa, vall- humal og ýmsar fleiri plöntur á haustin, geymt þær á þurrum og köldum stað og notað síðan í jólaskreytingar. Þegar um fjölmenn jólaboð er að ræða, þar sem húsnæði er lítið, en hjartarúmið stórt, er mjög heppilegt að leggja á borð fyrir standandi borðhald, eins og það er nú nefnt. Þá eru notaðir 16 smábakkar til þæginda, og mörgum finnst þetta frjálslegra og fljótlegra fyrirkomulag. Þannig má bjóða bæði til kaffidrykkju eða léttrar máltíðar með smáréttum og jafnvel heitum rétti, sem borinn væri fram í skrautlegum potti eða eldföstu móti. Þetta er algengt, þeg- ar kaldur matur er fram borinn eða kalt borð sem kallað er. Þetta er að sumu leyti einfaldara fyrir húsmæður, sem litla hjálp hafa, þar eð gestirnir verða sjálfir að bera sig eftir björginni. Diskum er raðað í hlaða við annan borðs- endann, hnífapörum, servíettum og glös- um þar hjá. Gestirnir fá fyrst bakka í hönd, síðan diska og áhöld, og svo geta þeir haldið réttsælis í kringum borðið < og fengið sér af þeim réttum, sem á boðstólum eru. En húsmóðirin hefur þá raðað réttunum þannig á borðið, að menn komi að þeim í þeirri röð, sem við á að neyta þeirra (sjá myndir sem fylgja). Ef þröngt verður á borðinu, má hafa bakkana, diska, hnífapör og drykkjarföng á hliðarborði eða skáp, sem þægilegt er að komast að. S. Kr. HÚSFREYIAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.