Húsfreyjan - 01.10.1969, Page 44

Húsfreyjan - 01.10.1969, Page 44
sýnir ást sína með gjöfum. Hann veit að það er ekki lítil hamingja fyrir eigin- konuna að finna djásn undir koddanum, þegar hún kemur heim, eftir að hafa fylgt honum út á flugvöllinn og hann ætlar að vera að heiman í fjóra daga. Er þetta þá rétt mynd, sem auglýs- ingastarfsemin gefur af dönsku kon- unni ? Eða er takmarkið að selja og græða meira og meira? Þessar auglýs- ingar eru bæði heimskulegar og auð- mýkjandi. Takmark auglýsinganna er auðvitað að selja sem mest, en þær eru bara ennþá svo skelfilega lágkúru- legar. Vita auglýsingastjórarnir ekki, að helmingur af giftum konum frá 21—61 árs taka þátt í atvinnulífinu ? Og þetta þýðir að helmingurinn af giftum kon- um á bezta aldri hefur eigin fjárráð. Hvers vegna er það alltaf auglýst, að aðeins eiginmennirnir hafi fjárráð? Hvers vegna dettur engum auglýsinga- stjóra neitt nýtt í hug? Hafa þeir ekk- ert ímyndunaraf 1 ? Og hver er ástæðan fyrir því, að allir þessir ágengu menn gera sýningarstúlk- ur, kvikmyndastjörnur og fegurðar- drottningar að fyrirmynd allra kvenna ? Unga fólkið nær aldrei þessu takmarki, og um þrítugt eru bæði margir menn og konur óánægð með starf sitt. Karl- mennirnir náðu aldrei í fegurðardísina sína, og stúlkurnar fengu aldrei tæki- færi til að verða ungfrú alheimur. Auglýsingastarfsemin þyrfti sannar- lega að verða örlítið heiðarlegri og bygg'ja meira á staðreyndum. Það myndi fyrirbyggja mikla óánægju hjá kven- þjóðinni og þreytu hjá karlmönnun- um. Þessar kjánalegu auglýsingar eiga sinn þátt í að gera mörg hjónabönd smámunasöm og hégómleg. Sama máli gegnir með margar kvikmyndir og sjón- varpsmyndir. Það þarf að breyta þessu. Það þarf að sýna okkur menn og konur eins og þau eru, og það er hægt að gera það á skemmtilegan hátt, ef menn eru sannir og raunsýnir. 40 ÚR ÝMSUM ÁTTUM Kvenfélag Rípurhrepps 100 ára Hinn 7. júlí síðastl. minntist Samband skagfirzka kvenna þess með miklum myndarskap, að öld var liðin frá því að þar var fyrst stofnað kvenfélag og hef- ur Húsfreyjunni a. m. k. ekki enn borizt fregnir af, að fyrr hafi verið stofnað kvenfélag annars staðar á landinu. Efndi S.S.K. til samkomu að Sauðár- króki af þessu tilefni og stjórnaði Helga Kristjánsdóttir á Silfrastöðum hófinu. Aðalræðuna flutti Lilja Sigurðardóttir í Hróarsdal og minntist Sigurlaugar Gunnarsdóttur í Ási, sem forustu hafði um stofnun kvenfélagsins. Snæbjörg Snæbjarnardóttir söng einsöng og var hún klædd skautbúningi, sem Sigurlaug í Ási saumaði eftir teikningu Sigurðar málara. Pála Pálsdóttir, formaður S.S.K. flutti kveðjur frá formanni K.l. Pála hefur nú verið formaður S.S.K. í tíu ár og minntist hún þess með því, að færa for- mönnum kvenfélaganna silfurskeiðar að gjöf. Eyþór Stefánsson tónskáld las upp og síðan hófust frjálsar umræður, sem stóðu fram eftir nóttu. M. a. fluttu þær Halldóra Bjarnadóttir, Aðalbjörg Sig- urðardóttir og Laufey Sigurðardóttir ávörp og frumort ljóð, en þær voru, auk sýslumannshjónanna á Sauðárkróki, heiðursgestir í hófinu. 1 öllum blaða- fregnum af hófinu er þess getið, að. það hafi mjög sett á það svip, hve margar konur klæddust þjóðbúningum við þetta tækifæri. HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.