Húsfreyjan - 01.10.1969, Side 24

Húsfreyjan - 01.10.1969, Side 24
Þá er rifnum sítrónuberki, sítrónu- safa og eggjum hrært í deigið. — Hrært vel um stund. Deigið sett með teskeið á smurða plötu, dreift úr deiginu í kringlóttar kökur, sem bakaðar eru við 225°C í 5—7 mínútur. Kökurnar losaðar strax af plötunni og búin til úr þeim kramarhús, sem stungið er ofan í flöskustút, þar til þau eru köld. Kramarhúsinu borin fram fyllt með þeyttum rjóma, sem brytjuðum ávöxt- um eða berjum hefur verið blandað saman við. I.ogandi pöiiiiukökur. (Crépes Suzettes). 375 g hveiti 150 g sykur Ögn af salti 3% dl mjólk 75 g smjörlíki Smjör 1 dl koníak eða iíkör 3 appelsínur Hveiti, sykri og salti sáldrað í skál, mjólkinni hrært saman við. Eggjunum og bræddu smjörlíkinu síðan hrært í deigið. Betra er að deigið bíði um stund, áður en það er bakað. Pönnukökurnar bakaðar á venjulegan hátt, brotnar í þríhyrning og raðað á fat. Dálitlu af bræddu smjöri, áfengi og appelsínusafa hellt yfir pönnukökurnar. Kveikt í um leið og rétturinn er borinn fram. Draumtcrta. 3 egg 150 g sykur 1 msk. hveiti 40 g kartöflumjöl 1 tsk. lyftiduft 2 msk. kakaó Innan í 3 bananar og utan á: dl þeyttur rjómi 2 tsk. vanillusykur Valhnetukjarnar 20 Egg og sykur þeytt létt og ljóst. öllu þurru sáldrað í eggjahræruna, hrært saman. Hellt í smurða smjörpappírs- skúffu (25x35), sem höfð er á plötu. Bakað við 250° C í 5—8 mínútur. Kök- unni hvolft á sykurstráðan pappír, bleytið pappírinn með dálitlu af köldu vatni og dragið hann síðan varlega af. Hvolfið ofnskúffu yfir kökuna, meðan hún kólnar. Þekið kökuna með bananasneiðum, þegar hún er orðin köld, breiðið helm- inginn af þeytta rjómanum, sem krydd- aður er með vanillusykri, yfir. Kakan vafin upp á lengdina, þakin að utan með rjóma, skreytt með val- hnetum eða rifnu súkkulaði. Raharliarakrem incA' lianöniim. 2 egg lVs dl rabarbarasaft 2 msk. sykur 4 blöð matarlím 2 dl mjólk 2 bananar Eggjarauðurnar hrærðar vel með sykri, sjóðandi mjólkinni hrært saman við. Helit í pottinn aftur, hrært stöðugt í, þar til það byrjar að þykkna. Pott- urinn tekinn af eldinum og þeytt í kreminu, þar til það er kalt. Útbleytt matarlímið er brætt í dálitlu af saft- inn, kælt. Saftinni ásamt matarlíminu er hrært saman við kremið, ásamt 1 smátt skornum banana. Eggjahvíturnar stífþeyttar, blandað varlega í kremið. Hellt í skál, skreytt með bananasneið- um. Tvær mótkökiir, riil 500 g hveiti 500 g sykur 500 g smjörlíki 7—8 egg eftir stærð 1 tsk. kardemommur 4 tsk. lyftiduft 2 tsk. rifinn sítrónu- börkur Gert er ráð fyrir, að deigið sé hrært í hrærivél. Hveiti, sykur, lyftiduft, sítr- ónubörkur og kardemommur sett í skál- ina; bræddu. kældu smjörlíki hrært saman við, hrært í 2—3 mínútur. Eggin hrærð saman við, einu og einu í senn. Deiginu skipt í tvennt: 1 annan helm- Framhald á bls. 27 HÚSFHEYJAN

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.