Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 10
8
Höskuldur Þráinsson
Á árunum 1945 til 1956 var Bruno kennari á ýmsum stöðum við
Eystrasalt og skólastjóri í bænum Redewisch en síðan prófessor í nor-
rænum fræðum við Háskólann í Greifswald þar til hann lét af störfum
fyrir aldurssakir. Þótt starfssvið hans væri ekki bundið við íslensku
eða íslensk fræði, má segja að hann hafi helgað Islandi mestan hluta
starfskrafta sinna. Auk þess að skrifa mikið um íslenskt mál og mál-
fræði, eins og nánar verður rakið hér á eftir, þýddi hann fjölda ís-
lenskra bókmenntaverka á þýsku, m. a. eftir Halldór Laxness, Olaf
Jóhann Sigurðsson, Tryggva Emilsson og Svövu Jakobsdóttur. Hann
kom nokkrum sinnum í heimsókn til Islands á síðari árum, var sæmd-
ur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1978 og heiðurs-
doktorsnafnbót við Heimspekideild Háskóla Islands árið 1986.
Það sem hæst ber í skrifum Brunos Kress um íslenska málfræði er
eiginlega málfræðilegur þríleikur eða trílógía, ef svo má segja. Eins og
áður er getið fjallaði doktorsritgerð hans um íslenska hljóðfræði. Hún
kom út í Berlín árið 1937 undir heitinu Die Laute des modernen
Isldndischen (‘Málhljóð nútímaíslensku’). Eftir að hann tók við starfi
sínu sem prófessor í norrænum fræðum hefur hann áreiðanlega fund-
ið til þess að mikill skortur var á hentugri handbók á þýsku um ís-
lenskt nútímamál þar sem ekki væri aðeins fjallað um málhljóðin og
framburðinn heldur líka um beygingakerfíð. Með bók sinni Die Laut-
und Formenlehre des Islandishen (‘Hljóðfræði og beygingafræði ís-
lensks máls’), sem kom út í Halle 1963, freistaði hann þess að bæta úr
þessum skorti. í þeirri bók reynir hann líka að tengja beygingakerfí
nútímaíslensku við foma beygingaflokkun, trúlega vegna þess m.a. að
margir þeir sem leggja stund á nútímaíslensku í útlöndum hafa kynnst
forníslensku áður eða samhliða. I þriðju bókinni, Islandische
Grammatik (‘íslensk málfræði’), sem kom út í Leipzig 1982, hefur
Bruno svo bætt setningafræðilegri umfjöllun við það sem hann hafði
áður skrifað um hljóðfræði og beygingafræði. Þessi síðasta bók er
ennþá gagnlegri en hinar tvær, ekki síst fyrir íslenska lesendur, og þar
eru meiri upplýsingar um ýmis setningafræðileg atriði íslensks máls
en í nokkurri annarri bók um íslenska málfræði. Þar er t. d. fjallað ít-
arlega um ýmiss konar hjálparsagnasambönd í íslensku, gerð nákvæm
grein fyrri fallstjóm sagna og dregið saman mikið dæmasafn. I þess-