Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Side 11
Bruno Kress
9
ari bók nýtist Bruno ákaflega vel sú góða þekking sem hann hafði á ís-
lensku máli, en um leið nýtur hann gestsauga síns, ef svo má segja, og
tekur eftir ýmsu sem innlendir málfræðingar höfðu látið framhjá sér
fara.
Öðrum skrifum Brunos Kress um íslenska málfræði má kannski í
aðalatriðum skipta í tvennt. Þar er annars vegar um að ræða greinar um
erlend áhrif á íslenskt mál. Þar má t. d. nefna greinina Anglo-
Amerikanisch und Islándisch (‘Ensk-bandarísk áhrif á íslensku’), sem
kom í tímaritinu Nordeuropa Studien 1966, greinina Anglo-
Amerikanismen im Islándischen (‘Ensk-bandarísk tökuorð í ís-
lensku’), sem kom í afmælisriti til heiðurs Walters Baetke (Weimar
1966), og greinina Zur Anpassung anglo-amerikanischer Wörter in
das Islándische (‘Um aðlögun ensk-bandarískra tökuorða að íslensku
máli’), en hún kom í ráðstefnuriti frá sjöttu alþjóðlegu hljóðfræðiráð-
stefnunni, sem haldin var í Prag 1967 (ritið kom út í Prag 1970). Hins
vegar ber að nefna allmargar greinar um málfræðilegar formdeildir ís-
lenskra sagna og birtingarform þeirra. Meðal þessara greina eru Zur
Bedeutung des islándischen Verbs munu (‘Um merkingu sagnarinnar
munu', Wissenschaftliche Zeitschrift der Ernst-Moritz-Arndt-Uni-
versitat 8, 1958-59), Die Bedeutung des Islándischen fiir die Aspekt-
und Aktionsartentheorie (‘Gildi íslensku fyrir kenningar um horf og
verknaðarhátt’, Wissenschaftliche Zeitschrift der Ernst-Moritz-Arndt-
Universitat 11, 1962), Uber das Verháltnis der grammatischen
Kategorien Aktionsart und Aspekt zur objektiven Realitát, dargestellt
am Beispiel des Islándischen (‘Um tengsl málfræðilegu formdeild-
anna verknaðarháttur og horf við veruleikann, með sérstöku tilliti til
íslensku’, Lingua Posnaniensis 11, 1966), Zum Verháltnis syntak-
tischer Strukturen zu Strukturen der objektiven Realitát, dargestellt
am Beispiel des Islándischen (‘Um tengsl setningagerða við formgerð
veruleikans, með sérstöku tilliti til íslensku’; þessi grein birtist í ráð-
stefnuritinu The Nordic Languages and Modern Linguistics 2 — ráð-
stefnan var haldin í Umeá en ritið birtist í Stokkhólmi 1975), og grein-
in Konstruktionsschema fúr islándische Verbalketten (‘Gerð íslenskra
hjálparsagnasambanda’; sú grein kom í ritinu Sjötíu ritgerðir helgað-
ar Jakobi Benediktssyni 20. júlí 1977). Margt af því sem fram kemur