Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Side 29
27
Sagnir með aukafallsfrumlagi
(48) elska, dá, dýrka, fyrirlíta, gleðjast, harma, hata, hrífast af,
hræðast, iðrast, kunna við, kætast, óttast, reiðast, sakna, sjá
eftir, syrgja, tortyggja, treysta, undrast, vilja, vorkenna,
öfunda, örvænta, þarfnast, þola, þrá, þurfa
Ekki verður séð að merkingarleg atriði ráði því hvort skynjanda-frum-
lag er í nefnifalli eða aukafalli eins og eftirfarandi pör sýna:12
(49) a. Mér (þgf.) líkar ágætlega við hann.
b. Ég (nf.) kann ágætlega við hann.
(50) a. Krakkana (þf.) langar að fara í sund.
b. Krakkamir (nf.) vilja fara í sund.
(51) a. Hana (þf.) vantar betri skó.
b. Hún (nf.) þarf betri skó.
(52) a. Jóni (þgf.) brá þegar hann heyrði fréttimar.
b. Jón (nf.) hrökk við þegar hann heyrði fréttimar.
Sagnimar hér á undan eru allar tilfmningasagnir en svona pör er hægt
að búa til með ýmsum öðrum sögnum þar sem frumlagið er skynjandi,
t. d. líkamssögnum:
(53) a. Sjúklingnum (þgf.) er að batna.
b. Sjúklingurinn (nf.) er að hressast.
(54) a. Mig (þf.) verkjar í handlegginn.
b. Ég (nf.) fmn til í handleggnum.
Það sama gildir um hugsunar- og skynjunarsagnir og möguleika-
sagnir eins og eftirfarandi dæmi sýna:
(55) a. Flestum (þgf.) finnst þetta allt í lagi.
b. Flestir (nf.) telja þetta allt í lagi.
12 Þó er áberandi hve mikið er um samheiti meðal aukafallssagna sem ekki eiga
sér samheiti meðal nefnifallssagna (t.d. bjóða við - klígja við, blöskra - ofbjóða,
hungra - svengja, sinnast - lenda saman, sundla - svima). Þetta þýðir þó varla að
merking nefnifallssagna með skynjanda-frumlagi sé takmörkuð á kerfisbundinn hátt.