Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Síða 37
35
Sagnir með aukafallsfrumlagi
Aukafallsfrumlag með þessum orðasamböndum er nánast alltaf
skynjandi í þágufalli en þó hef ég fundið eitt dæmi um mark: verða
gott tilfanga. Ég hef ekki fundið neitt dæmi um að frumlagið sé þol-
andi eða þema og heldur ekkert dæmi um þolfallsfrumlag. Föst orða-
sambönd með vera eða verða leyfa því ekki furðufall á frumlaginu.
Þá er rétt að geta þess að listunum í 5. kafla yfir orðasambönd með
vera verður að taka með þeim fyrirvara að þessi setningagerð virðist
að einhverju leyti vera virk. Það er hægt að búa til ný orðasambönd
með vera ef þágufallsfrumlagið gegnir svipuðu hlutverki og forsetn-
ingarliður meðfyrir:
(89) a. Þetta er holl lexía/þörf áminning/mikil þolraun fyrir hann.
b. Honum er þetta holl lexía/þörf áminning/mikil þolraun.
Af þessum ástæðum er útilokað að setja fram tæmandi lista yfir svona
orðasambönd.
4. Sagnir og orðasambönd með þolfallsfrumlagi
Hér á eftir fara listar yfir sagnir og orðasambönd sem taka með sér
þolfallsfrumlag í íslensku. Sagnirnar eru flokkaðar eftir því hvert
merkingarhlutverk frumlagsins er og sagnir með skynjanda-frumlagi
eru flokkaðar í undirflokka. Hins vegar eru föst orðasambönd með
þolfallsfrumlagi svo fá að þau koma hér óflokkuð:
(90) bera á góma, reka í rogastans, reka í vörðurnar, reka nauður til,
reka minni til, setja hljóðan, taka sárt
4.1 Frumlagið er þolandi
(91) brjóta, daga uppi, festa, fylla, leggja, lengja, leysa, lægja, saka,
ysta
4.2 Frumlagið er þema
(92) bera, drífa að, hefja, reka
4.3 Frumlagið er skynjandi
4.3.1 Tilfinningasagnir
(93) bresta, furða, fýsa, hrylla við, iðra, langa, lengja eftir, lysta,