Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Side 38
36
Jóhannes Gísli Jónsson
muna um, skorta, ugga, undra, vanhaga um, vanta, varða um,
þrjóta, þverra
4.3.2 Likamssagnir
(94) dreyma, hungra, kala, kitla, klígja, sundla, svengja, svima,
svíða, syfja, velgja, verkja, þyrsta
4.3.3 Hugsunar- og skynjunarsagnir
(95) greina á um, gruna,17 minna, misminna, óra fyrir, ráma í
4.3.4 Skiptisagnir
(96) henda
5. Sagnir og orðasambönd með þágufallsfrumlagi
Eins og í 4. kafla eru sagnimar og orðasamböndin hér flokkuð eftir
merkingarhlutverki frumlagsins og merkingarflokki ef fmmlagið er
skynjandi. Þó em nokkrar sagnir og orðasambönd sem ég hef ekki
treyst mér til að flokka:
(97) bregða fyrir, fylgja, halla, hátta, hætta til, koma við, liggja á,
liggja við, svipa saman/til, víkja við
(98) fara fjarri, standa fyrir þrifum
5.1 Frumlagið er þolandi
(99) fjölga, fleygja fram, fækka, hnigna, létta,18 linna, ljósta nið-
ur/saman, ljúka, lykta, seinka, slota
(100) vaxa fylgi
17 Sögnin gruna tekur reyndar með sér nefnifallsfrumlag ef andlagið er nafnliður
(Ég gruna hana um grœsku) en þolfallsfrumlag ef andlagið er skýringarsetning (Mig
grunar að hún hafi stolið hjólinu).
18 Sú merking sagnarinnar sem hér er miðað við er ‘hætta, ganga niður’, sbr.
Óveðrinu létti. Sögnin létta getur líka táknað andlega líðan (sbr. Jóni létti) en þá
flokkast hún sem tilfmningasögn.