Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Qupperneq 41
39
Sagnir með aukafallsfrumlagi
verða fótaskortur, verða hugsað til, verða litið á, verða orðfall,
verða til happs, verða til lífs
5.4.5 Möguleikasagnir
(117) bera, farast, haldast uppi
(118) vera að kostnaðarlausu, vera akkur í, vera allar bjargir bannað-
ar, vera ekkert að vanbúnaði, vera ekki fisjað saman, vera í
blóð borið, vera í lófa lagið, vera í sjálfsvald sett, vera létt um
mál, vera margt til lista lagt, vera mál að gera e-ð, vera mis-
lagðar hendur, vera nær, vera ofraun, vera styrkur í, vera tak-
mörk sett, vera um megn, vera vandi á höndum, vera vorkunn
5.4.6 Skiptisagnir
(119) duga, endast, fara vel, gagnast, gefast vel, gera til, henta, hæfa,
nýtast, nægja, passa, reynast, sæma, veitast (auðvelt/erfitt)
6. Niðurlag
Eins og hér hefur verið rakið er greinilegt samband á milli frumlags-
falls og merkingarhlutverks í íslensku þótt fall á frumlagi sé alls ekki
alltaf fyrirsegjanlegt út frá því merkingarhlutverki sem það hefur.
Þannig er aukafallsfrumlag aldrei gerandi jafnvel þótt það hugtak sé
skilgreint mjög vítt, þolfallsfrumlag er aldrei mark og hvorki happa-
sagnir né möguleikasagnir geta fengið þolfallsfrumlag. Þar að auki er
fremur sjaldgæft að aukafallsfrumlag sé þolandi eða þema.
Hér hafa einnig verið færð rök fyrir því að orðasafnsfall á frumlög-
um skiptist í reglufall (þágufall á skynjanda og marki) og furðufall
(þágufall á þolanda og þema, og þolfall t. d. á skynjanda). Reglufall er
í sókn í málinu en furðufall er á undanhaldi: Þágufallssýki herjar á
þolfallsfrumlag sem er skynjandi og aukafallsfrumlag sem er þolandi
eða þema hefur tilhneigingu til að fá nefnifall. Auk þess er viðskeytið
-st aðeins mögulegt með aukafallsfrumlagi sem hefur reglufall og
svipaða sögu er að segja um föst orðasambönd.
Þótt ýmislegt nýtt hafi komið fram í þessari grein fer því fjarri að
öllum spurningum um merkingu og stöðu aukafalls á frumlögum hafi
verið svarað. Auk þess má telja líklegt að sumt sem hér hefur verið
sagt orki tvímælis, enda koma upp margvísleg álitamál þegar litið er á