Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 66
64
Helge Sand0y
Eins og hér sést er nánast ekkert samræmi í færeysku á milli þróun-
ar gömlu löngu sérhljóðanna annars vegar og þróunar stuttu
sérhljóðanna á undan /ng, nk/ hins vegar. Það merkir að lengingar-
kenningin kemur alls ekki heim við færeysku þróunina. Aðeins e og a
sýna sérstaka þróun á undan /ng, nk/ og hún er ekki sambærileg við
þróunina á gömlu löngu é og á.
íslensku breytingarnar á undan /ng, nk/ eiga fleiri hliðstæður í
norsku. Á sunnanverðu Sunnmæri (Syvde og Vanylven) verða
sérstakar breytingar á öllum einhljóðum á undan /ng, nk/. Einfaldað
yfirlit er gefið í (18) (sjá Skulerud 1934:339 og 341 o. áfr.; Ulvestad
1998:80 o. áfr.):
(18) Samanburður á þróun sérhljóða á undan /ng, nk/ í norskum
mállýskum á Sunnmæri og almennri þróun gamalla langra
sérhljóða í sömu málýskum
Þróun stuttra norrænna Almenn þróun langra
sérhljóða á undan /ng, nk/ norrænna sérhljóða Aths.
stutt sérhlj.: norr.: no. máll.: langt sérhlj.:
nálæg: i >[æi] fingr > [fæirjgr] í > [ii] ólíkt
y > [œy] yngri > [æyqgre] ý > [vy] ólíkt
u > [ou] ungr > [ourjge] ú > [yu] ólíkt
miðlæg: e > [æi] lengr > [læiqger] é > [ei] ólíkt
o > [ou] kongr > [khoui]ge] ó > [ou]
fjarlæg: a > [o] A j*. 2 * [bbr)khe] á > [o]
Eins og í íslensku og færeysku eru öll tvíhljóðin stutt á undan /ng,
nk/. Hljóðþróunin er í verulegum atriðum önnur en þróun gamalla
langra sérhljóða. Þetta á þó einkum við um nálægu sérhljóðin, en þau
tvíhljóðast allt öðruvísi á undan /ng, nk/ en gömlu löngu nálægu
sérhljóðin almennt, eins og sjá má í (18). Minni munur er á hljóð-
gildisbreytingu á e á undan /ng, nk/ annars vegar og gamals langs e
hins vegar, eins og fram kemur í (18). (En /æi/ og /si/ eru mismunandi
fónem, sbr. lágmarksparið [læi:d] ‘leið’ (kv.) — [lei:d] ‘leður’ (h.).)
Hins vegar fá stutt o og a sömu breytingu á undan /ng, nk / og löngu
hljóðin ó og á. Eins og í íslensku fer hljóðgildi „viðbótarhljóðsins“
eftir hljóðgildi upprunalega hljóðsins þar sem tvíhljóðun verður, þ.e.