Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Side 67
65
Breyting á hljóðlengd eða hljóðgildi?
það verður frammælt ([i, y]) ef upprunalega hljóðið er frammælt en
uppmælt ([u]) ef upprunalega hljóðið er uppmælt. Ákveðin líkindi
eru með þeirri breytingu sem hér verður á a á undan /ng, nk/ og
þeim breytingum sem finna má annars staðar í Noregi og á Islandi.
Hér verður a uppmælt og kringt, þ.e. [o], en í Sogni verður það að
tvíhljóðinu [au] í þessari stöðu, rétt eins og á Islandi. Þar er „við-
bótarhljóðið" í tvíhljóðuninni líka uppmælt og kringt (þ. e. [u]).
4.3 Þróun sérhljóða á undan ld/lt og nd
Við höfum nú séð að lengingarkenningin passar ekki vel við þróun
sérhljóða á undan /ng, nk/, einkum ef Iitið er á færeysku og norskar
mállýskur en ekki bara á íslensku. Þess vegna verður forvitnilegt að
líta á hljóðgildisbreytingar á undan öðrum samhljóðaklösum þar sem
einnig hefur verið stungið upp á lengingu sem fyrsta skrefi.
Sums staðar valda samhljóðaklasarnir nd og Id breytingu á
hljóðgildi sérhljóðsins á undan. Á Sunnmæri t.d. fá fjarlægu og
miðlægu sérhljóðin /e, a, o/ nálægt viðbótarhljóð /i, «/ á undan Id og
It. Á tíma Ivars Aasens voru til orðmyndir eins og þær sem sýndar eru
í (19) (Aasen 1851:6; sbr. Skulerud 1934:339 o. áfr. og 343):
(19) Tvrhljóðun /e, a, o/ á undan /ld, lt/ á Sunnmæri (dæmi frá 19.
öld): sérhljóð: norr. dœmi: sunnmœrskur 19. aldarframburður:
e kveld, belti > [khveild, beilte]
a kaldr, malt > [khailde, mailt]
o *molta, mold, hold > [mattlte, mattld, hatild]
Öll tvíhljóðin eru stutt. Svipaðar breytingar koma einnig fyrir í
Norðfirði (Spreide 1930:17). Það er athyglisvert að viðbótarhljóðið í
tvíhljóðuninni er alltaf frammælt í þessum tilvikum, einnig þar sem
upprunahljóðið var o.
Á undan nd og ns verða hins vegar aðeins nálægu sérhljóðin fyrir
áhrifum á sunnanverðu Sunnmæri og niðurstaðan er sú sama og á
undan ng og nk, nefnilega að eðli viðbótarhljóðsins fer eftir því hvort
upprunahljóðið var frammælt eða uppmælt (sbr. Ulvestad 1998:80
o. áfr.):