Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 82
80
Helge Sand0y
formgerðarlegur munur eða formgerðarleg samsvörun haldist. Langt n
þróast á tvo mismunandi vegu. Hvemig er hægt að skýra að þessi
sérstaka þróun er sú sama í þremur málum? Það er erfiðari gáta en
nokkur hefur getað ráðið hingað til. Þegar þannig stendur á virðist lík-
legast að um sé að ræða áhrif eins málsamfélags á annað. Hér hlýtur
að hafa verið samband og sambandið hlýtur að hafa verið nógu náið
til þess að einhver í einu tilteknu málsamfélagi byrjaði að líkja eftir
máli einhvers annars samfélags. Þess háttar félagslegt samband var á
milli þessara þriggja landa á 12., 13. og 14. öld, en ég ætla ekki að fara
lengra út í þá sálma hér. Sögulegu og samfélagslegu skilyrðin hef ég
áður rætt (Sand0y 1994a).
Niðurstaðan um þær breytingar sem hér eru um ræddar er sú að lík-
legast er að þessi þróun sé hljóðgildisbreyting sem hefur orðið í öllum
þremur málunum án ytri áhrifa. Þó hljóðgildið sé ekki alltaf auðskýrt,
virðist það vera mjög kerfísbundið. Hinar einstöku breytingar eru að
hluta til mismunandi á yfirborði (sbr. [leiqgYr], [bqguj] og [læiqger])
og þær hafa gerst á mismunandi tíma á þeim svæðum sem um er að
ræða. Það sem er sameiginlegt eru hljóðkerfislegar aðstæður sem telja
má innri kerfisbundna hvöt.
HEIMILDIR
Andersen, Henning. 1974. Towards a Typology of Change: Bifurcating Changes and
Binary Relations. John M. Anderson og C. Jones (ritstj.): Proceedings of the
First International Conference on Historical Linguistics II, bls. 17-60. North-
Holland Publishing Company, Amsterdam.
Asgeir Blöndal Magnússon. 1981. Um sérhljóðabreytingar á undan samhljóðaklösum
med /-i. Afmæliskveðja til Halldórs Halldórssonar 13. júlt' 1981, bls. 24-38.
íslenska málfræðifélagið, Reykjavík.
Bjöm Guðfínnsson. 1964. Mállýzkur II. Menningarsjóður, Reykjavík.
Chapman, Kenneth G. 1962. Icelandic-Norwegian Linguistic Relationships. Universi-
tetsforlaget, Osló.
Charette, Monique. 1991. Conditions on Phonological Government. Cambridge
University Press, Cambridge.
Christiansen, Hallfrid. 1946^-8. Norske dialekter. Norli, Osló.
Harris, John 1990. Segmental Complexity and Phonological Govemment. Phonology
7:255-300.
—. 1994. English Sound Structure. Blackwell, Oxford.