Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 141
Uppruni sagnfærslu í germönskum málum
139
germönsku ekki einsleitt fyrirbæri heldur útkoma úr samspili færslna
af margvíslegum toga.
1.2 Hugmyndir um sagnfœrslu og grundvallaratriði setningagerðar
Áður en unnt er að fjalla um stöðu sagnarinnar og tilfærslur á henni í
germönskum fornmálum er nauðsynlegt að gera örstutta grein fyrir
því hvemig umræddum færslum hefur verið lýst í generatífri setninga-
fræði, það er að segja „hvert“ talið er að sagnimar færist í setningar-
líkaninu (sjá nánar, á meðal margra annarra, Eirík Rögnvaldsson og
Höskuld Þráinsson 1990; Rohrbacher 1994; Holmberg og Platzack
1995; Vikner 1995; Þórhall Eyþórsson 1995; Zwart 1993, 1997;
Jóhannes Gísla Jónsson 1996, svo og greinar hjá Haider og Prinzhom
1986 og Lightfoot og Hornstein 1994, og rit sem vitnað er til hjá öll-
um þessum höfundum). Um leið verður tækifærið notað til þess að út-
skýra grundvallaratriði þeirrar setningagerðar sem gengið er út frá.
Umfjöllunin um sagnfærslu í þessari grein er í anda þess afbrigðis
af generatífri setningafræði sem nefnist „stjórnun og binding“ (e.
Government and Binding, GB) og þeirrar meginkenningar um gerð
mannlegra mála sem nefnist „lögmál og færibreytur" (e. Principles
and Parámeters), en þessar kenningar voru settar fram af bandaríska
málvísindamanninum Chomsky (sjá einkum Chomsky 1981, 1986,
1991). Ekki verður þó farið nákvæmlega út í einstök tæknileg atriði
þessara fræðikenninga hér og ekki heldur tekið mið af nýrra afbrigði
generatífrar setningafræði, svonefndri „naumhyggju" (e. Minimalism,
sbr. Chomsky 1993, 1995), sem reyndar rúmast innan meginkenning-
arinnar um lögmál og færibreytur (sjá t. d. Epstein o. fl. 1996).
Sú staðreynd að sögn í persónuhætti er reglulega í öðru sæti í aðal-
og aukasetningum í íslensku kann í fljótu bragði að virðast svo sjálf-
sögð að um hana þurfi ekki að fjölyrða.
(16) a. Snjalli rúnameistarinn ræður ekki þessar rúnir.
b. Þessar rúnir ræður snjalli rúnameistarinn ekki.
c. Ég held að snjalli rúnameistarinn ráði ekki þessar rúnir.