Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 147
Uppruni sagnfærslu í germönskum málum 145
in reglulega í öðru sæti (eða framar) í aðalsetningum en aftast í auka-
setningum:
(23) a. Der kluge Runenmeister deutet diese Runen nicht.
b. Diese Runen deutet der kluge Runenmeister nicht.
c. Ich glaube, daB der kluge Runenmeister diese Runen nicht
deutet.
Hríslumyndin í (24) sýnir setningarstöðu orðanna í aukasetningunni í
(23c). í aukasetningum, þar sem fyllitenging eins og dafi ‘að’ er vænt-
anlega í tengibás, kemur grundvallarorðaröðin, sem í þýsku er talin
vera A-S, glöggt í ljós. Þar sem setningarstaða neitunar (nicht ‘ekki’)
í þýsku er nokkuð ólík því sem gerist í íslensku og dönsku er neitun-
inni sleppt á þessari hríslumynd til að flækja málið ekki að óþörfu:4
4 Setningagerð í þýsku er nokkuð umdeild. Meðal þess sem deilt er um er það
hvort beygingarliðurinn (BL) líkist meira tengiliðnum (TL) eða sagnliðnum (SL), þ. e.
hvort hann hafi vinstri eða hægri haus. Spumingin um það hvort sjálfstæð sagnfærsla
verði í þýsku tengist þessu að nokkru leyti. Ef BL hefur vinstri haus, eins og gert er
ráð fyrir á myndinni í (24), er ljóst að engin sagnfærsla hefur orðið því að annars færi
persónubeygða sögnin á undan andlaginu en ekki á eftir því. Þess vegna situr sögnin
hér í sagnliðnum (sjá umræðu um þetta hjá Travis 1984 og Zwart 1997 o. fl.). Ef BL
líkist sagnliðnum hins vegar og hefur hægri haus eins og hann, yrði formgerð beyg-
ingarliðar og sagnliðar á þessa leið:
(i)
der kluge Runenmeister^
SL
NL
diese Runen
B
S
deutet
Ef formgerð beygingarliðarins er þessi, eins og oftast var gert ráð fyrir til skamms tíma
(sjá t. d. umræðu hjá den Besten 1977; Vikner 1995 og í ritum sem þar er vísað til), er
ekki hægt að sjá hvort sögnin hefur færst úr höfði sagnliðarins, S, í beygingarbásinn,
B, því að slík færsla kæmi ekki fram í orðaröðinni. Persónubeygða sögnin yrði aftast í
setningunni hvort sem hún færðist út úr sagnliðnum eða ekki. — Grundvallarorða-
Frh. á s. 147.