Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 150
148
Þórhallur Eyþórsson
eða sértækur þáttur í ákvarðara tengiliðar, til dæmis í já/nei-spuming-
um og boðhætti. Aftur á móti skipa kjamaliðir sér ekki í flokk með
virkjum í ensku (sbr. (8b): Runes I have read, but not cuneiform og
ekki *Runes have I read ...) þótt þeir virðist gera það í öðrum vestur-
germönskum málum, sem og í norrænum málum.
Samkvæmt þeim hugmyndum sem hér hafa verið reifaðar og geng-
ið verður út frá í þessari grein á færsla sagnar í persónuhætti sér stað
í öllum gerðum aðalsetninga í germönskum nútímamálum. Undan-
skilin er þó enska, þar sem færslan er takmörkuð við tilteknar sagnir
og setningagerðir. í íslensku og jiddísku má gera ráð fyrir sagnfærslu
í aukasetningum í stöðu sem er á milli tengibáss og sagnliðar, það er
að segja beygingarbás. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma virðist
sögnin hins vegar ekki færast í þá stöðu í aukasetningum sem hefjast
á fyllitengingu í norrænum meginlandsmálum og í vesturgermönskum
meginlandsmálum er torvelt að finna rök fyrir færslu í beygingarbás.
Loks virðist vera sagnfærsla í aukasetningum í sumum færeyskum
mállýskum en í öðrum ekki, ef marka má þær rannsóknir um færeysku
sem vísað er til í kafla 1.1.
1.3 Efnisskipan
Eftir þennan inngang verður í þeim köflum sem á eftir fylgja fjallað
um germönsk fommál og er höfuðáherslan á stöðu persónubeygðrar
sagnar í aðalsetningum. I öðrum kafla er fjallað um stöðu sagnarinar í
norðurgermönsku til forna, einkum í norrænum rúnaristum og eddu-
kvæðum, og í fornum vesturgermönskum málum á meginlandi
Evrópu. Þriðji kafli er helgaður setningarstöðu sagnorða í fomensku,
sem mikið hefur verið skrifað um, bæði í anda „hefðbundinnar“ mál-
fræði, sem er fyrst og fremst lýsandi, og út frá sjónarmiði generatífrar
málfræði, sem hefur það markmið að vera skýrandi. í fjórða kafla er
fengist við gotnesku, sem til skamms tíma var ekki mikill gaumur gef-
inn í sögulegri setningafræði germanskra mála, og reynt að varpa ljósi
á stöðu sagnarinnar þar. í fímmta kafla er lítillega drepið á fullyrðing-
arsetningar þar sem sögn í persónuhætti er í fyrsta sæti í germönskum
fommálum. Loks eru helstu niðurstöður dregnar saman í sjötta kafla.