Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 159
Uppruni sagnfærslu í germönskum málum 157
í aukasetningunum í (39) eru sagnimar kæmit og taki í þriðja sæti,
á eftir tveim setningarliðum.
(39) a. at biðia yðr, Gunnarr, at iþ á becc kœmit (Akv 3)
b. er-at svá maðr hár, at þic af hesti taki (Vkv 37)
Einnig hér er líklegt að orðaröðin sé undir áhrifum skáldskaparmáls-
ins. Ef tveir setningarliðir standa á undan sögninni í slíkum setningum
er annar liðurinn að jafnaði „léttur“, til dæmis fomafn. Á hinn bóginn
fara tveir „þungir" setningarliðir, til dæmis nafnliður og forsetningar-
liður, sjaldan á undan sögninni.
Af þessu stutta yfirliti er ljóst að setningarstaða sagnar í persónuhætti
í norrænu á þeim tíma þegar eddukvæði vom ort var í öllum aðalatrið-
um eins og hún birtist í óbundnu máli að fomu og í íslensku nútímamáli.
Það lætur nærri að álykta að sagnfærsla í tengibás hafi verið skyldu-
bundin í flestum tegundum aðalsetninga. í aukasetningum er fylliteng-
ing talin vera í tengibás, enda færist sögnin þar ekki ofar en í beygingar-
bás. Frávik frá reglunni um S2 er óefað að rekja til sérstakra einkenna
skáldskaparmálsins sem á sér rætur í fomri hefð norrænna og germ-
anskra þjóða. Þessi frávik kunna í sumum tilvikum að gefa vísbendingu
um orðaröð sem gilti á eldra málstigi norðurgermönsku áður en S2-regl-
an var alhæfð, eins og einnig má greina á sumum rúnaristum.7
2.3 Vesturgermönsk fornmál á meginlandi Evrópu
Til vesturgermanskra fornmála teljast annars vegar fomháþýska, fom-
saxneska og fornfrísneska á meginlandi Evrópu og hins vegar fom-
enska, sem barst til Bretlandseyja þegar Englar, Saxar og Jótar námu
þar land um miðja 5. öld e. Kr. Nánar verður fjallað um fornensku í
þriðja kafla.
7 Út frá málsögulegu og bókmenntafræðilegu sjónarmiði er óhætt að fullyrða að
eddukvæði í þeirri mynd sem þau eru varðveitt hafi ekki öll orðið til á sama tíma, og
því má gera ráð fyrir ákveðinni málþróun í kvæðunum. Á hinn bóginn geta fornleg
raálfarseinkenni komið fyrir í kveðskap sem hefur orðið til á seinni tímum, til dæmis
hjá skáldum eða kvæðamönnum sem vildu fyrna mál sitt. Því skal tekið fram að þótt
einkenni sem talin eru fomleg geti varpað ljósi á eldra málstig er ólíkiegt að unnt sé
hyggja nákvæma aldursákvörðun einstakra kvæða á slíkum vitnisburði.