Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 170
168 Þórhallur Eyþórsson
um germönsk mál, auk frumnorrænna rúnaáletrana, eru ritaðar á tungu
þeirra.
4. Gotneska
4.1 Grundvallarorðaröð
Gotneska telst til austurgermanskra mála, sem öll eru útdauð. Af þeim
textum sem hafa varðveist á gotnesku munar mestu um þýðingu úr
grísku á mestöllu Nýja testamentinu og glefsum úr nokkrum öðrum
ritum biblíunnar (Streitberg 1965). Þýðingin er kennd Úlfíla biskupi,
sem var uppi á fjórðu öld e. Kr., og er gríska frumtextanum fylgt
nokkum veginn orð fyrir orð. Því mætti ætla að gotnesk setningagerð
væri okkur lokuð bók og þetta tungumál hefði sama og ekkert gildi
fyrir sögulega setningafræði germönsku. Vissulega er enginn hægðar-
leikur að átta sig á orðaröð í gotnesku sem við fyrstu sýn virðist föst í
spennitreyju gríska fmmtextans. Allt um það koma fyrir kerfisbundin
frávik frá grískunni og af þeim má ráða, þótt með óbeinum hætti sé,
sitthvað um setningagerð gotnesku. Langt er síðan tekið var eftir þess-
um frávikum (Meillet 1908; Fourquet 1938) en þau hafa fyrir
skömmu verið athuguð aftur út frá sjónarmiði nútímasetningafræði
(sjá Þórhall Eyþórsson 1995, 1996; Ferraresi 1997). Þar sem elstu
heimildir um norður- og vesturgermönsku, fyrir utan fáskrúðugar
frumnorrænar rúnaáletranir, em frá 8. og 9. öld e. Kr. færir þessi rann-
sókn á gotnesku þekkingu okkar á setningafræði germanskra mála aft-
ur um einar fjórar aldir.
Fyrsta vísbendingin um sjálfstæða orðaröð í gotnesku kemur fram í
einu höfuðeinkenni á aðferð biblíuþýðandans. Þegar sagnorð í gríska
frumtextanum er þýtt á gotnesku með tveim orðum, sögn og fyllilið,
fer fylliliðurinn venjulega á undan sögninni. Dæmi um þessa þýð-
ingaraðferð er að finna í (55a) þar sem tvö orð, andlagið wrakos ‘of-
sóknir’ og sögnin winnand ‘þeir þola’, samsvara sögninni diökhthe-
söntai ‘þeir þola ofsóknir’ í gríska textanum (í sviga til hægri). Sama
á við þegar nafnliður í grískunni, eins og ta tes sarkos, sem merkir
orðrétt ‘þau holdsins’ eða ‘það sem er af holdinu, líkamanum’, er