Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 184
182
Veturliði Óskarsson
um sjálft hljóðkerfið“, m. a. með því að „spoma gegn því að tekin
verði upp tökuorð sem laga sig ekki eftir því, þ. e. hafa að geyma óís-
lenskuleg hljóð og hljóðasamböncT (bls. 43). Að því er beygingu orða
varðar þá felst líka í meginstefnunni „að sporna við breytingum sem
virðast geta raskað beygingakerfinu“ (bls. 47), einkum með því „að
taka ekki inn í málið önnur orð en þau sem falla að beygingakerfinu"
(bls. 50).
I nýlegri grein hefur Baldur Jónsson (1997), sem var einn nefndar-
manna í ofangreindri nefnd, útfært þessi atriði meginstefnunnar nánar
og sett fram greinargóðar og gagnlegar hugmyndir að kröfum um
formlega aðlögun sem að öllu jöfnu skuli gera til tökuorða.1 Kröfurn-
ar eru þessar (hér er notað orðalag á yfirliti sem Baldur dreifði í
Semínaræfingum um hagnýt viðfangsefni í íslenskri málfræði, Há-
skóla íslands 14. mars 1997):
(1)1. Áhersla skal hvfla á fyrsta atkvæði.
2. Tökuorð skal lúta íslenskum hljóðkerfisreglum.
3. Tökuorð skal lúta íslenskum hljóðskipunarreglum.
4. Tökuorð skal falla inn í einhvern beygingarflokk sem fyrir
er og hlíta beygingarreglum hans og öðrum sérreglum flokks-
ins.
5. Tökuorð skal rita með stöfum íslenska stafrófsins á þann veg
að reglubundin vensl séu milli ritháttar og framburðar.
(Sbr. Baldur Jónsson 1997:16.)
Til viðbótar þessum kröfum sem lúta að formlegum eiginleikum
orðanna er nauðsynlegt að hafa í huga aldur þeirra í íslenskri tungu.
Annars myndu kröfurnar fimm, ásamt atriðum meginstefnunnar, úti-
loka ýmis gömul og gild tökuorð sem ekki hafa aðlagast málinu til
fulls þrátt fyrir langa vist. Má þar til dæmis nefna orðin stúdent (16.
öld, ÁBM), dósent (19. öld, ÁBM), rektor (19. öld, ÁBM), prófessor
(18. öld, ÁBM), biskup (kemur fyrir í elstu handritum), en öll brjóta
þau ýmist kröfur um hljóðskipun eða beygingu eða hvorartveggju: /e/
og /o/ eru ekki til í áherslulausu atkvæði í erfðarorðum og sterk karl-
Sjá einnig Baldur Jónsson 1987:99-101.
1