Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 187
Ske
185
(3) Det skete, som han havde forudsagt fór eins og hann hafði
spáð. Der er skeet en Ulykke það hefur viljað slys til. S. (verði)
Guds Villie! Dermed skeer mig en stor Tjeneste mjer er mikil
þægð í því. Nu er det skeet orðið, búið. Det er skeet afVanvare
það hefur orðið óvart. Man vidste ikke til hvad Ende det skete
í hvaða skyni það var gert. Med al hans Travlhed skeer der dog
intet verður ekkert ágengt.
Ekki var Konráð þó neinn sérstakur hatursmaður sagnarinnar. Má
t. a. m. geta þess að hann taldi málið á Nýja testamenti Oxfordútgáf-
unnar frá 1863 (endurpr. 1866) gott og tilgerðarlaust í umsögn um
þýðinguna;7 er þó sögnina ske þar víða að fínna. Dæmi má taka úr
Postulasögunni:
(4) Oxfordútgáfan Biblían 19198
a. En það skal ske, að hver sál, Og sérhver sál,
sem ekki gegnir þeim spámanni (3.23) sem ekki hlýðir á þennan
spámann
b. Til að gjöra allt sem þín hönd til að gjöra allt það, er hönd
þín og ráð þitt hafði fyrir-
hafði til ætlað að ske skyldi (4.28) hugað að verða skyldi
c. Og útrétti til þess þína hönd
svo að ske megi lækningar,
tákn og stórmerki (4.30)
er þú réttir út hönd þína
til lækninga, og til þess að
tákn og undur verði
Ekki fer mikið fyrir sögninni næstu áratugina í málfræðibókum, að
eg best fæ séð. Ymist er hennar að engu getið eða fremur lagst gegn
henni, eins og t. d. Björn Jónsson (1912:67) gerir, en hann getur henn-
ar í kafla sem ber nafnið „Nokkur rangmæli og önnur mállýti lag-
7 Sjá Guðrúnu Kvaran 1990:15 (sem vitnar hér í Ævisögu Pjeturs Pjeturssonar
Dr. theol., biskups yfir íslandi eftir Þorvald Thoroddsen frá 1908, bls. 212-13). Þessi
þýðing er oftar talin afturför frá næstu þýðingu á undan (Steingrímur J. Þorsteinsson
1950:80-81, sbr. Guðrúnu Kvaran s. st.). Halldór Hermannsson (1919:42) rekur í neð-
anmalsgrein ýmsar heimildir sem varða deilur manna um þessa biblíuþýðingu.
I nýjustu þýðingu Biblíunnar er textinn nokkuð á annan veg, en þó ekki svo að
ntáli skipti hér.