Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 189
Ske
187
— jafnvel í fyrirsögnum, eins og í DV 11.5. 1994, bls. 4: Allt lokað og
ekkert að ske, sem er bein tilvitnun í viðmælanda blaðsins. Sögnina
virðist ekki vera að finna í Nýja testamentinu 1912 (Björn Magnússon
1951) og hún er ekki í Biblíunni 1981 (skv. Biblíulykli 1994). Til eru
dæmi um sögnina úr fræðiritum frá miðri öldinni (sjá t. d. Magnús
Jónsson 1958:40, 116) en nýleg dæmi hef ég ekki rekist á. Eitt dæmi
þekki ég um sögnina úr auglýsingamáli eftir miðja þessa öld, en það
er úr Félagsbréfum Almenna bókafélagsins, maí 1960 (17. hefti, bls.
59): Allirþurfa að lesa Mánudagsblaðið til að vita raunverulega hvað
er að ske.
Eftirfarandi dæmi nægja um notkun sagnarinnar í ritmáli:
(6) a. í sögu Jökuls skeður lítið sem ekki neitt
(Þórður Einarsson 1961:53)
b. en samt vissi ég að nú hafði það skeð
(Guðmundur Daníelsson 1977:126)
c. þar var ýmislegt að ske (Bragi Ásgeirsson 1994:20)
d. fyrirgefðu henni, ... það skeði svo snöggt (Allende 1995:13)
Menn hafa viljað benda á að auðvelt sé að velja aðra kosti en sögn-
ina ske og því sé hún óþörf (sbr. t. d. Jón Aðalstein Jónsson 1971:19).
Slíkar ábendingar hafa takmarkað gildi enda er þá litið fram hjá því að
samheiti, af hvaða tagi sem eru, eru sjaldnast öll jafngild. Ske hefur
t. a. m. annað stílgildi en bera við eða vilja til, og á sér sinn fasta sess
í ýmsum föstum orðatiltækjum og orðasamböndum, svo sem í margt
getur skemmtilegt skeð, gat skeð, ef ske kynni, nú er skaðinn skeður,
þetta er nýskeð, það er nýtt sem s(k)jaldan skeður o. fl., eða í orðalagi
sem dregur dám af þeim:
(7) a. Hér skeður það, sem sjaldgæft er, að þýðing Odds fylgir orð-
skipan gríska frumtextans nákvæmar
(Steingrímur J. Þorsteinsson 1950:56)
b. En hér gerðist það, sem sjaldan skeður
(Magnús Jónsson 1958:196)
(Gísli Jónsson 1996)
c. skaðinn er reyndar skeður