Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 190
188
Veturliði Óskarsson
Annað þekkt stílbragð er þegar spurning á borð við En hvað skeð-
ur? er notuð til að túlka óvænta niðurstöðu eða stefnu þess málefnis
sem áður var rætt, eins og ýmis dæmi eru um:
(8) a. Ef nokkur þeirra væri ólíkleg til að tala bókmál ... þá væri
það víst Marta. En hvað skeður? Hún talar um ...
(Jón Helgason 1923:173)
b. Mikið hefir verið um [Nesjamálið] rætt ... En hvað skeður?
Á þessum skólatímum ... (Stefán Einarsson 1926:3)
c. Enginn þarf að ímynda sér að höfundur ... hafi gert sér háar
hugmyndir um veg íslendinga í öðrum löndum. En hvað
skeður? Séra Matthías þýðir kvæði ...
(Jón Helgason 1959:32)
Það segir sitt um málsniðið sem sögnin á heima í, að víðast er
sneitt hjá henni í skýringum erlendra-íslenskra orðabóka. Hún er
t. a. m. ekki notuð í þýðingum á da. ske í Nýrri danski orðabók (1896)
né í Dönsku-íslensku orðabókarkveri (1922) eða Danskri orðabók
(1926, endursk. útg. 1973). í Sœnskri-íslenskri orðabók (1982) er sæ.
ske þýdd með „gerast“, „koma fyrir“ o. fl. eftir samhengi, en ekki með
„ske“. Hið sama á við um geschehen í Þýzkri-íslenzkri orðabók
(1953). f Enskri-íslenskri orðabók (1984) er orðatiltækið on the
chance that þýtt með „ef ske kynni að, í þeirri von að“, og í Danskri-
íslenskri orðabók (1992) er da. ske þýtt með „gerast, koma fyrir, ske“.
— I flestum íslenskum-erlendum orðabókum er sögnin hins vegar á
sínum stað, eins og búast má við.
í grein í Morgunblaðinu í apríl 1996 er að finna athyglisvert dæmi
um áætlað notkunarsvið sagnarinnar. Þar er reyndar verið að fjalla um
allt annað málfarsatriði, nefnilega ofnotkun gervifrumlagsins það.
Höfundur birtir tvær glefsur úr hugsuðu bréfi: „í öðru er fornafnið það
ofnotað, en hitt gætir meira hófs hvað notkun þess varðar":
Kæri vinur. Það er nú orðið langt síðan að ég hef skrifað þér. Það er nú
ekki mikið að segja, því að það skeður sjaldan mikið hér úti á lands-
byggðinni. En það skeður víst meira í henni Reykjavík, að maður heyr-
ir í útvarpi og sjónvarpi. Bless Jón Jónsson (Auðunn Bragi Sveinsson
1996:48)