Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 191
Ske
189
Þetta ber höfundur saman við eftirfarandi bréfglefsu:
Kæri vinur. Langt er liðið frá því, að ég skrifaði þér seinast. Ekki er
margt að segja, því að sjaldan gerist mikið hér úti á landi. Meira gerist í
Reykjavík, að því er ljósvakamiðlarnir segja okkur. Lifðu heill. Þinn Jón
Jónsson (s. st.)
Höfundur hefur hér ærið mikinn mun á málsniði bréfaglefsnanna í
þeim tilgangi að sýna fegurðaraukann af því að sleppa gervifrumlag-
inu það. Til að auka áhrifin hefur hann í fyrri glefsunni, auk þeirra
fjögurra dæma um gervifrumlag sem málið snýst um í reynd, sitthvað
sem stundum er talið slakara mál eða klénni stíll, þ. e. andstæðurnar
síðan að :frá því að\ mikið : margt', úti á landsbyggðinni: úti á landi',
í henni Reykjavík : í Reykjavík', bless : lifðu heill, og loks skeður : ger-
ist (tvisvar).10
2.3. Niðurstöður
Hér kom fram að allt frá tímum Fjölnismanna a. m. k. hefur verið am-
ast við sögninni ske og hún talin merki um óheilnæm, erlend (dönsk)
áhrif á málið. Hefur hún verið talin bæði þarflaus og brjóta reglur
málsins. Hana er nú helst að finna í talmáli en einnig í ritmáli, jafnvel
allformlegu máli; þar má e. t. v. helst búast við að rekast á sögnina í
föstum orðatiltækjum og sem stílbragð.
3. Saga sagnarinnar ske
I þessum kafla verður greint frá nokkrum þáttum í sögu sagnarinnar.
Fyrst verður í stuttu máli greint frá uppruna hennar (3.1) og síðan vik-
!ð að elstu dæmum um hana (3.2). Þá verður litið á beygingu sagnar-
innar í eldra máli (3.3), einkum á nafnhátt (3.3.1), nútíð eintölu í fram-
söguhætti (3.3.2) og lýsingarhátt þátíðar (3.3.3).
10 í ritinu Gœtum tungunnar er á einum stað farið líkt að, þar sem fundið er að
orðalaginu fyrir löngu síðan: „Stundum er sagt: Þetta skeði fyrir löngu síðan. Gott
mál þætti: Þetta gerðist fyrir löngu.“ (bls. 30). Hér er aðaláherslan á að síðan á eftir
fyrir þyki „óþarflega dönskulegt", og lagfæringin skeði > gerðist látin fylgja með í
kaupbæti.