Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 192
190
Veturliði Óskarsson
3.1 Uppruni
Ske er að uppruna vesturgermanskt orð, rótskylt ísl. orðunum skagi og
skógur að því er ýmsir telja (t. d Asgeir Blöndal Magnússon 1989:834):
fomháþ. (gi)scehan, miðlágþ. schén, fome. (ge)scéon, fomfnsn. skiö,
líkl. úr germ. *skehan (sbr. tilv. rit. og Kluge 1995:318; Holthausen
1974:275). Sögnin barst í norræn mál úr miðlágþýsku eins og mörg önn-
ur tökuorð á miðöldum, í íslensku líklega um norsku (fremur en dönsku).
Elstu dæmi mér kunn úr norsku em frá lokum 14. aldar: sem þer skede
(DN 6, 362.2, 1385) og upphafi þeirrar fimmtándu: at thetta swa skeer
oc blijfwer (DN 1, 467.38, 1415) og næstu ámm þar á eftir. Merkingin í
norrænum málum er algengasta miðlágþýska merkingin, ‘gerast’.
3.2 Sögnin í miðíslensku
Elstu dæmi um sögnina í íslensku, þau sem örugg má telja, eru frá síð-
asta fjórðungi 14. aldar, í Króka-Refs rímum (7,4): margan kann það
mann að ske sem með góðum rökum má telja vera frá árinu 1388 eða
litlu síðar (Pálmi Pálsson 1883:98; rök Pálma er að frnna á bls. xxii).
Fleiri dæmi eru í rímum frá því litlu síðar, t. a. m. í Skikkjurímum
(2,19); gngvan skaða ríkit skér (Finnur Jónsson 1913-22:338); Land-
résrímum (7,68): finnr tre sa frœgd nam ske (Finnur Jónsson
1913-22:450); Áns rímum bogsveigs (8,2): Þeim er so hœtt ed huern
mann sker (Ólafur Halldórsson 1973:171).11
Litlu yngra en dæmið úr Króka-Refs rímum er dæmi í Gibbons sögu,
íslenskri riddarasögu frá 14. öld.12 Elsta handrit Gibbons sögu sem hef-
ur þann texta heilan sem sögnin kemur fyrir í er AM 335 4to, sem er frá
um 1400. Þar segir: kann uel skiœ at ydr getiz at þegar
hiahuilvr duga (Page 1960:77) og í annað sinn: þat <kann> uei skiœ at
enn verdi vel vm ydvarn hag (bls. 97). I nokkuð yngra handriti (Holm
perg 7 fol, frá um 1450-75) vantar þann texta þar sem fyrra dæmið væri
11 Um aldur rímnanna sjá Finn Jónsson 1913-22; Björn K. Þórólfsson 1934:25 o.
v.; Olaf Halldórsson 1973:74. Elsta ríma varðveitt mun vera Olafs ríma Haraldssonar
(í Flateyjarbók).
12 Elsta varðveitta handrit hennar, brotið AM 567 XVI 4to, er talið frá 1375-1400,
en sagan getur vel verið eitthvað eldri.