Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Side 193
Ske
191
að finna, en á seinna staðnum stendur ske. í handriti frá fyrra helmingi
16. aldar (AM 529 4to) stendur hins vegar vera í stað uel skiœ á fyrra
staðnum, en á seinna staðnum er textinn ekki sambærilegur.
Dæmi er um ske í annarri 14. aldar riddarasögu, Dínus sögu dramb-
láta (Jónas Kristjánsson 1960:32), en minna er að marka það. Sögnin
kemur ekki fyrir í þeim hluta sögunnar sem varðveittur er í elsta hand-
riti hennar, AM 575 a 4to, frá síðasta fjórðungi 14. aldar, en það er
óheilt. Sögnina er hins vegar að finna í þeim hluta sögunnar sem að-
eins er varðveittur í yngri handritum (frá 17. öld), en er þó ekki í öll-
um handritaflokkum sem gildi hafa og runnin eru frá AM 575 a 4to,
og er því óvíst hvort orðið hefur verið í elstu gerð sögunnar.
Elstu dæmi úr fornbréfum eru frá síðasta þriðjungi 15. aldar, ef und-
an er skilið grunsamlega gamalt dæmi í ungum (17. aldar og yngri) af-
skriftum af glötuðu frumbréfí íslendinga til Hákonar konungs V. (d.
1319), sem líklega mun skrifað árið sem hann dó: þar afhefir opt mik-
H óliæfa sket (DI 2, 491.14, sbr. DI 9, 10.14). Engin leið er nú að segja
hversu nákvæmlega þetta bréf hefur verið skrifað upp á sínum tíma, en
þar sem næg dæmi eru um ónákvæmni í uppskriftum, auk þess sem
önnur dæmi eru a. m.k. enn ekki kunn um sögnina svo snemma á 14.
öld, er rétt að taka þessu með varúð. Rétt er að geta hér einnig dæma
úr Lönguréttarbót Kristjáns I., sem hann gaf út í Kaupmannahöfn 1450
(varðv. í uppskrift frá 1543). Frumtextinn hefur að líkindum verið skrif-
aður af Islendingi í þjónustu konungs. Réttarbótin er dönskuskotin og
uppfull af unglegum tökuorðum; þar kemur ske tvisvar fyrir (DI 5 64.5
°g 64.12). Elsta dæmið af þeim sem örugglega verða tímasett er í bréfi
frá 1473 (DI 5, 711.26) þar sem greint er frá sáttmála Sigurðar prests
borlákssonar og Kolla Magnússonar við Ólaf Hólabiskup um upp-
byggingu kirkju í Ási í Hegranesi: kýime ok ath skie ath annars huors
þeirra miste vith þa lofade sa ath hallda allann fyrskrifadan skilmala
Seni epter lifde. Nokkur fleiri dæmi er að finna í fombréfum 15. aldar:
(9) a. kyni suo ske at iordin dalur gengi af med laugum
(DI 5, 725.9, 1473)
b. kynne þath at sk§ ath þorsteinn prestur d?íj fýr enn jon ...
(DI 5, 790.3, 1475)