Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 194
192 Veturliði Óskarsson
c. sem nu skiedi aa alþingi af hrafni brandzsyni
(DI 6,383.22, 1481)
d. eigi hefdi þad skied at sinv vite (DI 6, 514.27, 1484)
e. þat sker optliga. ad þar kann ecki j millum ath fara nöckur man
(DI7, 130.27, 1492)
f. ef so kan til at bera eda ske (DI 7, 245.27, 1495)
Vísast er sögnina víðar að fínna í ritum frá 14.-15. öld. Þegar kem-
ur fram á 16. öld er hún orðin býsna algeng. Hún sést t. d. víða í Nýja
testamenti Odds Gottskálkssonar og í Guðbrandsbiblíu. Hallgrímur
Pétursson (1614-1674) greip oft til sagnarinnar í kveðskap sínum eins
og aðrir 17. aldar menn. Hún kemur a. m. k. 27 sinnum fyrir í Passíu-
sálmunum.13 Er þar að finna myndimar ske, sker, skeði, sken, samsett-
ar tíðir eins og er skeð og hafi skeð, orðalag eins og iliverk skeð og
synda sektin skeð (þ. e. ‘orðið, orðin’). Minna má á að Hallgrími var
nokkuð í nöp við erlend áhrif á tunguna, ef marka má ummæli hans í
bréfi til Þormóðar Torfasonar.14
Munur kann að vera á því hve algeng sögnin er eftir höfundum og
ritum, t. d. er hún sárafágæt í Hagþenki Jóns Olafssonar úr Grunnavík,
sem hann skrifaði 1737, kemur þar einungis tvívegis fyrir (Jón Olafs-
son 1996:32 og 76).15
3.3 Beyging í eldra máli
3.3.0 Yfirlit
Beyging sagnarinnar á 16. öld var mjög lík beygingunni eins og hún
er nú (sjá kafla 4.2):16
13 Sjá orðalykil að Passíusálmunum í útgáfunni frá 1950 (bls. 370-71).
14 Sjá tilvitnun hjá Áma Böðvarssyni 1964:189-90.
15 Ske er hins vegar mun algengari í þýðingu Jóns á Nikulási Klím eftir Holberg.
16 Auðvelt er að finna næg dæmi sem styðja þessa beygingu. Dæmin sem hér er
miðað við eru úr Guðbrandsbiblíu, Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar og íslensku
fornbréfasafni (dæmi úr GBibl og NtOG voru sótt í seðlasafn OH en gátuð í útgáf-
unum).