Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Síða 196
194 Veturliði Óskarsson
orðinu spé (sbr. Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:932, Westergárd-
Nielsen 1946:316-17).
í fomu máli hefðu orðmyndir á borð við *skea hneigst til að drag-
ast saman við áhersluflutning, fyrra sérhljóðið hefði þá orðið óat-
kvæðisbært og lengd færst af e yfír á a. Þetta gat gerst þegar stofn end-
aði á löngu sérhljóði og má taka sagnirnar léa, téa > Ijá, tjá sem dæmi
um það. Kveðskapur bendir til þess að ske hafí talist enda á löngu
hljóði17 og breyting áfram úr *skea í *skjá hefði verið líkleg. Að vísu
tók /ai/ að tvfhljóðast á 13. öld eða snemma á þeirri 14. (Hreinn Bene-
diktsson 1959:298-99) og þegar sögnin kemur inn í íslensku er að öll-
um líkindum orðinn allmikill hljóðgildismunur á löngu og stuttu /a/.
Breytingin *skea fsjeia] > *skjá [sjau:] hefði þá falið í sér hljóðgild-
isbreytingu auk samdráttar og áhersluflutnings, en það dregur úr
sennileika þess að *skea hefði breyst í *skjá. Aftur skal þó minnt á
sögnina spéa, en hún kom (á 17. öld og síðar) einnig fyrir bæði sem
spjá og spja og bendir a. m. k. seinni myndin til samdráttar og áherslu-
flutnings á borð við /leia/ > /1 iai/ (fyrri myndin, spjá, getur allt eins
verið áhrifsmynd, til orðin með hliðsjón af Ijá, tjá o. s. frv.).
Niðurstaðan er sú að ekkert virðist hafa bannað það að sögnin yrði
*skea og jafnvel (í framhaldi af því) *skjá í nafnhætti. Hér verður þó
ekki leitt getum að því hvers vegna svo varð ekki.
3.3.2 Nútíð eintölu í framsöguhætti
Af myndum 3. p. et. nt. frsh., sker og skeður, er hin fyrrnefnda eldri. Síð-
amefnda myndin á sér engar erlendar hliðstæður og hlýtur að vera inn-
lend nýjung.18 Báðar myndir voru alllengi í notkun samhliða. Þær gátu
komið fyrir til skiptis í sama texta, sbr. NtOG, Matt. 5,18 (skiedur) og
Matt. 15,5 (skier), og um báðar má fmna dæmi í Passíusálmunum.
17 Sbr. áðurnefnt dæmi (í kafla 3.2) úr Skikkjurímum 2,19: „yngvan skaða ríkit
skér“, þar sem skér rímar við nœr og fœr (væntanlega með löngu [e]; þótt tvíhljóðun
/æ/ haft hafist á 13. öld eða snemma á 14. öld (Hreinn Benediktsson 1959:298) náði
hún ekki til alls landsins fyrr en á 17. öld).
18 Þess skal þó getið að í miðlágþýsku var 3. p.et.nt. schíit eða schiit (Lasch &
Borchling 1928-, 111:73), en engar líkur eru til þess að sú mynd liggi að baki hinni
síðar til komnu íslensku mynd.