Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 198
196 Veturliði Óskcirsson
(14) Hymenæus og Philetur, er segia upprisuna skédna vera20
Fleiri staldra trúlega við orðið igén í kvæði Bólu-Hjálmars en beyg-
ingarmyndina sken, þótt hvort tveggja sé framandi nútímafólki.
Nú er lh. þt. ætíð skeður o. s. frv. Lítið mun vera um beygðan lh. þt.
í nútímamáli, enda er sögnin helst nothæf í sagnbótarmerkingu í þeirri
beygingarmynd. Um hið fyrra eru þó dæmi úr kveðskap frá aldamót-
um eða þar um bil:
(15) svo óðar í önd mér ið skeða / að óvöru rís upp af gleymskunn-
ar döf (Stephan G. Stephansson 1953:338)21
3.4 Niðurstöður
Hér kom fram að sögnin ske á sér a. m. k. 600 ára sögu í íslenskri
tungu. Hún er af lágþýskum rótum en líklega komin í íslensku úr
norsku. Ymislegt bendir til að hún hefði getað fengið nafnháttarmynd-
ina *skea eða *skjá, en ekki er ljóst hvers vegna svo varð ekki. Á 16.
öld var beygingin að miklu leyti hin sama og nú á dögum. í eintölu í
nútíð framsöguháttar voru lengi vel til tvær myndir, sker sem er eldri
og skeður sem er yngri og vafalaust innlend nýjung. Lýsingarháttur
þátíðar var einnig lengi vel til í tveimur gerðum, skenn sem er eldri og
skeður sem er regluleg, innlend nýmyndun; enn fremur eru til dæmi
um beygingarmyndirnar skeðna og skeðnum sem virðast vera til
komnar við samblöndun hinna tveggja.
20 OH (Rasmus M0ller 1822-23: Leidarvisir til at lesa hid Nýa Testament med
gudrœkni og greind, einkum handa ólœrdum lesurum, 2. bindi).
21 Hér má einnig benda á samsetninguna nýskeður: „[atburðir] sem þá voru ný-
skeðir í skólanum" (Sigfús Blöndal 1960:160). Talað er um nýskeða atburði, sagt frá
nýskeðum atburðum og vitnað til nýskeðra atburða o. s. frv. — og í et. og öðrum kynj-
um að breyttu breytanda. En líklega er réttast að líta á orðmyndina nýskeð(ur) sem lo.
eða ao. eftir atvikum fremur en forskeyttan lh. þt„ og er svo gert’ í Orðabók Menn-
ingarsjóðs. Forskeytið ný- virðist síður nothæft á sögnum en lýsingarorðum og atviks-
orðum (og nafnorðum) eins og samsetningar á borð við nýbakaður, nýgenginn, ný-
hlaupinn o. s. frv. sýna, en sambærilegar sagnir, nýbaka, nýganga, nýhlaupa o. s. frv.,
virðast varla tækar (ég þykist að vísu hafa heyrt sögnina nýráða ‘ráða nýtt starfsfólk’,
í nafnhætti).