Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Síða 199
Ske
197
4. Kröfur til sagnarinnar ske
í 1. kafla þessarar greinar var rætt um það við hvað bæri að miða þeg-
ar metið er hvort hamla skuli gegn tökuorðum. í framhaldi af því var
fjallað um sögnina ske, viðhorf til hennar og greint frá helstu þáttum í
sögu hennar. í þessum kafla verður sjónum á ný beint að því sem rætt
var í 1. kafla. Verður sá mælikvarði sem þar var lýst nú lagður á sögn-
ina ske. Fyrst verður litið á hljóðafar, áherslu og stafsetningu sagnar-
innar (4.1) og síðan á beygingu hennar (kafli 4.2), einkum á mynd
nafnháttar (kafli 4.2.1) og eintölumynd nútíðar í framsöguhætti (4.2.2).
4.1 Hljóðafar, áhersla og stafsetning
Sögnin brýtur vitaskuld ekki gegn kröfunni um áherslu á fyrsta at-
kvæði (1. krafa Baldurs Jónssonar, sjá 1. kafla), enda er hún einkvæð.
Frá hljóðkerfislegu sjónarmiði er í raun ekkert við sögnina að at-
huga (2. krafa), en þar hefur stafsetningin e. t. v. villt um fyrir mönn-
um. Nokkur einkvæð orð enda á [je], en þau eru yfirleitt stafsett með
»é“: fé, hlé, hné, kné, né, spé, té, tré, vé, þf. Lé, gré,22 bókstafanöfnin
bé, sé, dé, é, gé, pé, té, og nokkrar sagnmyndir: hné (= hneig), mé (=
nieig), sé (frsh. nt. af sjá og vh. nt. af vera og fátíð þt. af síga = seig),
sté (= steig)). Sögnin ske rímar augljóslega við þessi orð. Færri orð
enda á [e], sem táknað er með bókstafnum „e“, en þó má nefna töku-
orðið te, bókstafsnafnið e og orðmyndina hve. Fleiri má vafalaust
finna við nánari eftirgrennslan.
Ekki brýtur sögnin heldur neinar reglur um hljóðskipun (3. krafa)
°g hún er stafsett upp á íslensku (5. krafa), þótt auðvitað mætti líka
hugsa sér að stafsetja hana með „é“: ské.
4.2 Beyging
4-2.0 Yfirlit
Merkingin (‘koma fyrir’) ræður því að beygingin er bundin við 3. per-
s°nu, nh. og lh. þt. í nútímamáli beygist sögnin á þessa leið:
22
Letragrér og grér virðist oftast vera með stofnlægu -r, en þó kemur fyrir þgf.
Gré í Mágusrímum (sbr. Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:276).